Áratuga risafaraldur "undirliggjandi" aðalorsök dauðsfalla COVID-19.

Í sjónvarpsþáttum hins bandaríska Bill Mahers hafa sérfræðingar í læknavísindum lýst því glögglega hvernig allt framleiðsluferli matvæla í heiminum í 100 ár og þó einkum síðustu áragi hefur verið keyrt í botn við framleiðslu á kjötvörum og kolvetnisríkri fæðu undir því yfirskini að það sé nauðsynslegt til þess að koma í veg fyrir hungur og vannæringu. 

 

Stórfelldur stuðningur vestrænna ríkja við nauðgriparækt og tilsvarandi ofneyslu á kjötvörum og kolvetnismettaðri fæðu hefur hins vegar orðið til að skapa lang stærsta heilsufarsvanda nútímans, sem kostar hundruð milljarða fólks heilsutjón og ótímabæran dauðdaga. 

Þar gnæfa hæst sykursýki og fjölmargir sjúkdómar og heilsutjón af völdum offitu, að ekki sé minnst á margföldun kostnaðar og útgjalda vegna læknisþjónustu, lyfjaframleiðslu og örorku. 

Í þáttunum hefur komið fram að ríkisstjórnir og stjórnmálamenn vestra hafi gersamlega vanrækt þessi mál og bætt olíu á eld með stuðningi við þessa lífshætti í smáu og stóru, meðal annars stuðningi við þær tegundir landbúnaðar, sem helst standi á bak við þennan langstærsta og viðvarandi drepsóttarfaraldur nútímans. 

Stærsta framlagið til að verjast drepsóttum á borð við COVID-19 sé að bæta grundvallar heilsu og þrek fólksins. 

Ríkisstjórn Trumps sé því miður ekki líkleg til að brjóta neitt í blað hvað þetta varðar. 

Þvert á móti sækir forsetinn fylgi sitt af kappi til stórframleiðendanna í landbúnaðinum sem beinlínis framleiði það sem er kallandi "undirliggjandi" orsök dauðsfallanna vegna COVID-19. 

Það sé tímanna tákn ef satt sé, að forsetinn hafi meira að segja leitað hófanna hjá Kínverjum til að lækka tölla á bandarískum landbúnaðarvörum í Kína til að hjálpa til við endurkjör í haust. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað er að heyra Ómar minn. Ertu bara farinn að óttast að Trump og beljurassar tryggi endurkjör hans?

Er Vegan svarið hjá Biden?

Halldór Jónsson, 19.6.2020 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband