Þetta er langhlaup og það má aldrei slaka of mikið á.

Um allan heim má sjá, að fólk er að gefa eftir í vörnum gegn COVID-19. Það er skiljanlegt og mannlegt, en með slíku er verið að bjóða hættunni heim á ný, og hugsanlega í enn meiri mæli en gert var víða á útmánuðum. 

Kæruleysis eftirgjafir hafa hingað til verið helstu útbreiðsluvaldar veirunnar og verða það áfram, ef ekki er reynt að læra af óförunum. 

Ef framundan er lengsta og dýpsta efnahagskreppa 75 ár verður það augljóslega langhlaup, sem þreyta þarf gegn henni. 

Í slíku hlaupi verður að forðast að setjast bara niður og slaka á og leggja sig. Við það lengist bara langhlaupið og verður miklu erfiðara en það þurfti að verða.  


mbl.is Heimurinn á „nýju og hættulegu stigi“ faraldursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Innilega sammála Ómar. 

Þarna kemur vel í ljós hvernig skammtíma gegn langtímahugsun hefur áhrif á líf okkar. Veljum skammsýna stjórnmálamenn sem hafa bara áhuga á eigin skoðunum og við munum þjást á einn eða annan hátt, veljum vitra stjórnmálamenn sem hlusta á vísindi og fræði og við munum þrífast. 

Þetta hefur komið skýrt í ljós víða um heim. 

Hrannar Baldursson, 20.6.2020 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband