Minnir á skjálftann út af Skagafirði 1963. Sumarsólstöður 2020.

Enn er í minni hinna elstu stór jarðskjálfti, sem varð við mynni Skagafjarðar að mig minnir 1963 og var upp undir sex stig á Richter. DSC08934

Svo ótrúlega sem það hljómar fannst þessi skjálfti greinilega í Reykjavík, einkum í hæstu húsunum, svo sem við Austurbrún 2, þar sem setið var og horft á ljósakrónuna hreyfast. 

Annars staðar í borginni virtist minna verða vert við þennan skjálfta.  

Eftirminnilegur er skjálftinn, sem reið yfir í miðri hnefaleikalýsingu á Sýn fyrir um 20 árum, svo að hægt var að hafa orð á því á meðan á því stóð.  

Hann varð í grennd við Sandskeið, ef rétt er munað. DSC08951

Í kvöld eru sumarsólstöður og ekkert hrun er myndefni hér fyrir sunnan, þótt það sé fest á mynd fyrir norðan.  

Í staðinn eru settar hér inn nýteknar myndir af Akranesi og vesturenda Akrafjalls í kvöld. 


mbl.is „Það nötraði alveg ótrúlega mikið og lengi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sama gerðist núna, ein tilkynning um skjálftann barst úr Kópavogi. Þar eru einmitt nokkur háhýsi, sum hærri en í Austurbrún.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.6.2020 kl. 00:58

2 identicon

Skjálftinn við mynni skagafjarðar var reyndar 7 á ricter og er stærsti skjálfti sem mælst hefur hérlendis síðan mælingar hófust.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 21.6.2020 kl. 10:48

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sá stærsti mældist í nóvember 1963 og fannst í þriggja-palla einbýlishúsi í Kópavogi.  Fyrsti jarðskjálftinn minn, var 14 ára þá, og sat á spjalli í eldhúsinu með foreldrum mínum um ellefuleytið þegar allt var dottið í dúnalogn í hverfinu.  En svo allt einu hreyfðist eldhúshurðin af stað frá vegg að stöfum og faðir minn sagði "nú hefur orðið jarðskjálfti einhvers staðar". Sem reyndin var.

Kolbrún Hilmars, 21.6.2020 kl. 13:27

4 identicon

Ætla ekki að rengja Kolbrúnu þó ekki sé minnst á þennan skjálfta á Wikipedialaughing. Hins vegar virðist landafræðikunnátta fréttamanna á RÚV vera svolítið léleg þegar þeir tala endalaust um jarðskjálfta N- austur af Siglufirði. Gjögurtá er útaf Ólafsfirði og er nirsti tangi Eyjafjarðar. Að sjálfsögðu er hann N- austur af Siglufirði en þá má eins tala um N-austur af Sauðárkróki eða Fljótum. Eða Reykjavík. Er ekki hægt að vera með nákvæmari fréttaflutning en þetta?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 21.6.2020 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband