Felumynd? Eldstöðvar í biðröð. Grímsvötn einna fremst í röðinni.

Nú eru liðin rúm fimm ár síðan gosinu í Holuhrauni lauk, en fimm ár eru nokkurn veginn sá tími að meðaltali, sem líður á milli eldgosa hér á landi. Holuhraun. TF-ULF

Myndin hér við hliðina var tekin í Holuhraunsgosinu og er nokkurs konar felumynd, því að ef vel er að gætt, sést flugvélin TF-ULF með Jón Karl Snorrason við stýrið yfir hrauninu. 

Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins, en þar koma goshrinur með löngu millibili, og var býsna rólegt í vötnunum á árunum 1940 til 1983, þótt Skeiðarárhlaup kæmu á þeim tíma án þess að eldsumbrot yrðu. 

Nú eru liðin ellefu ár frá síðasta gosi í vötnunum, en ef gosið í Gjálp 1996 er tekið með gaus þar 1996, 1998, 2004 og 2011. Gosin sem sagt orðin fjögur á síðustu 24 árum. 

En Grímsvötn eru ekki eina aldstöðin sem hægt væri að segja að séu "á seinni hluta í gosundirbúningi."

Nýir kandidatar hafa gægst fram, svo sem Öræfajökull, en sigketill í honum sýndi vaxandi virkni undir honum fyrir nokkrum misserum. Öræfajökull sigk. RAX

20 ár eru liðin frá síðast Heklugosi, en fjallið gaus 1947, 1970, 1980, 1991 og 2000 eftir að hafa fyrir gosið 1947 gosið með miklu lengra millibili um aldir. 

Við hvert gos dróst fjallið saman, en þandist síðan aftur út þar til komið var jafn hátt eða ögn hærra en í síðasta gosi. 

Núna eru nokkur ár síðan Hekla náði sömu hæð og fyrir gosið 2000 og er hún því til alls vís. 

Gallinn er bara sá, að hún er alveg óútreiknanleg og gefur ekki fyrirvara nema einni klukkustund fyrir gos. 

Engin leið er að áætla hvað muni gerast í Öræfajökli, sem sýndi af sér svipaða hegðun fyrir tveimur árum og Eyjafjallajökull byrjaði að gera 1999.  


mbl.is Grímsvötn á seinni hluta í gosundirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband