Fátt er göfugra en starf, sem varðar kjarna lífsins.

Atburðir þessa árs, þar sem baráttan við COVID hefur yfirskyggt allt annað, hafa að sumu leyti varpað nýju ljósi á gildi þeirra starfa, sem beinast að sjálfum kjarna sjálfs lífsins.

Í sögu þjóðar okkar hefur eðlilega verið efst í huga baráttan við að afla fæðu og annarra efnislegra gæða og setja hagvöxt og framleiðslu ofar flestu öðru. 

COVID-19 sýndi hins vegar fram á mikilvægi þess að hver þjóð eigi sem öflugast heilbrigðis- og velferðarkerfi og ekki síður gildi þess að eiga sem allra öflugast vísindafólk, sem fæst beint við það að rannsaka kjarna sjálfs lífsins; ekki bara til góðs fyrir líf og heilsu, heldur til ágóða, sem er hægt að mæla í beinum fjármunum, sem fást við vörn við sjúkdómum og betri heilsu. 

Starf Íslenskrar erfðagreiningar er til sóma fyrir land og þjóð.   


mbl.is Merk uppgötvun Íslenskrar erfðagreiningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baráttan við að afla fæðu og annarra efnislegra gæða og setja hagvöxt og framleiðslu ofar flestu öðru skilaði okkur öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi og öflugu vísindafólki. Ekkert að þessum gæðum var ókeypis og það verður ekki slitið í sundur gæðin og fjármagnið til að kaupa gæðin. Hagvöxtur er forsendan fyrir því að við njótum þeirra gæða áfram. 

Vagn (IP-tala skráð) 24.6.2020 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband