Sýnir áhrif drepsóttarinnar.

Stövðun kísilversins á Bakka er dæmi um, að áhrifin af COVID-19 eru bara að byrja að koma í ljós. Þeirra gætti að sjálfsögðu fyrst hjá ferðaþjónustunni í heiminum, en stöðvun hennar stöðvaði næstum milljón flugvélar, og áhrifin af þeirr stöðvun breiðast síðan víðar út. 

Hliðstætt á við ótal atriði, og það er ljóst, að þetta er bara byrjunin. 

Það munu líða mörg ár þar til öll kurl eru komin til grafar og kannski verður veröldin aldrei alveg hin sama á ný. 


mbl.is Framleiðslan stöðvuð og starfsfólki sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver stjórnmálaflokkur keyrði mikið á því í síðustu kosningum

að það þyrfti að endurræsa allt kerfið

þeim hefur þá orðið að ósk sinni

Grímur (IP-tala skráð) 25.6.2020 kl. 19:08

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er stórt tekið upp í sig að kalla þetta drepsótt. Svarti dauði var drepsótt. Spænska veikin mögulega. Þetta verðskuldar nú tæplega það heiti. Það er réttara að tala um áhrif ofsahræðslu en áhrif drepsóttar.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.6.2020 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband