"Þú ert ósýnilegur" - verður að vera edrú - með lokaðan hlífðarhjálm.

Við að "gúggla" nokkur aðalatriði vélhjólaaksturs á netinu í því skyni að finna einhverjar tölulegar staðreyndir um þá áhættu, sem tekin er við slíkan akstur umfram þá áhættu, sem tekin er við aksturs bíls, koma nokkur óvænt atriði í ljós. DSC08838

1. Fyrirsögn fréttarinnar: "Þú þarft að hugsa fyrir tvo", sem líka má orða þannig, að þú þarft að gera ráð fyrir því að enginn annar í umferðinni í kringum þig sjái þig. Vera viðbúinn því að hver, sem er, geti gert þau mistök að sjá þig ekki. Vera í gulu vesti. 

2. Vera "ekdrú." Banaslys og alvarleg slys eru tvöfalt algengari á vélhjólum en bílum -  en - helmingur banaslysa og alvarlegustu slysa á vélhjólum verður vegna þess að ökumaðurinn er ekki allsgáðður - er ekki edrú.  Þetta er þrefalt hærra hlutfall en hjá ökumönnum bíla, þannig að mismunurinn hvað ökutækin varðar er að mestu fólginn í þessu eina atriði. Dæmi: Maður undir áhrifum vímugjafa, sem sest undir stýri á bíl og ekur á staur eða vegg meiðist að öðru jöfnu minna en ef hann gerir þetta sama á vélhjóli. 

3. Vera með lokaðan hlífðarhjálm á höfði. Alltaf lokaðan, helst líka á reiðhjóli, því að ef lent er í árekstri við bíl, ræður enginn því fyrirfram hvort sá bíll er smábíll eða stór flutningatrukkur. 

4. Vera í vélhjólaklossum eða stígvélum með ökklavörn. Ökklabrot eru algengasta beinbrotin í vélhjólaakstri.  Vera með góða hanska með höggvörn fyrir hendur og hnéhlífum og sérstakri vörn fyrir olnboga má bæta við. Bakvörn og heilum vélhjólagalla má bæta í drauma sína. Góð stígvél og hanskar eru líka nauðsynleg til að gefa gott skjól fyrir regni og kulda.  

5. Hafa öll réttindi í lagi, bæði á manni og bíl, og halda sér í formi. 

Ef sérstök rækt er lögð við ofangreind atriði við vélhjólaakstur er búið að jafna áhættuna miðað við það að nota frekar bíl.  


mbl.is Bifhjólafólk þarf að hugsa fyrir tvo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

 Af hverju ekki að gera sér ljóst að akstur á vélhjóli er hættuspil.Maðurinn er óverinn og hjólið er miklu valtara en bíll.

Þú tekur áhættu í skiptum fyrir ánægjuna. Ef þú vilt ekki skemma skrokkinn þinn þá ferðu akki á vélhjól.Punktur.  Það er bara ónauðsynlegt fíflarí.

Það er nefnilega ekki spurning um hvort heldur bara hvenær eitthvað skeður sem þú sérð eftir.

Auðvitað er æðislegt að þeysa í 150 km. hráða á mórhjóli. En það er miklu hættulegra en að fljúga lágflug á 300 km. hraða.

Halldór Jónsson, 1.7.2020 kl. 10:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hver er að tala um að "þeysa í 150 km hraða á mótorhjóli"?  Í 8 þúsund kílómetra akstri mínum úti um allt land hef ég að sjálfsögðu verið innan við lögleg hámarkshraðamörk. 

Í fyrra óhappi mínu á rafreiðhjóli 14. apríl 2015 var ég á fimm kílómetra hraða á gangbraut og í síðara skiptið, 2. janúar 2019, á 20 km hraða á hjólastíg. 

Fyrra skiptið hélt ökumaður bílsins að ég væri kominn yfir akbrautina og gaf í, þótt hann sæi ekki fram fyrir sig vegna lágrar kvöldsólar. 

Í síðara skiptið var hjólreiðarmaðurinn, sem kom á móti mér, að reyna að lesa af rafhlöðumæli hjólsins, horfði ekki fram fyrir sig og sveigði yfir á öfugan vegarhelming. 

Bæði skiptin, að ökumaðurinn sæi ekki það sem var framundan, hefðu alveg eins getað gerst hjá þeim undir stýri á bíl á 90 km hraða. 

Ómar Ragnarsson, 1.7.2020 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband