Svipað orkuskiptunum í húsahitun á síðustu öld.

Í stríðsbyrjun fyrir 80 árum í kringum 1940, voru hafnar framkvæmdir við að leggja hitaveitu frá Mosfellssveit til Reykjavíkur, þótt kreppan mikla yrði aldrei dýpri hér á landi en 1939. 

Winston Churchill fékk að sjá þetta mannvirki og hreifst mjög og eitthvað skolaðist til í frásögn hans varðandi hugmyndina að þessari varmavinnslu, en hið rétta mun líklegast vera að hann lofaði því að liðka fyrir því að efni og íhlutir í hitaveituna fengjust fluttir til landsins. 

Síðuhafi minnist þess að fyrstu árin í nýju húsi við Stórholt var það hús og öll önnur hús í hverfinu og næstu hverfum hituð með kolum. 

Eftir stríðið ríkti gjaldeyrisskortur og gjaldeyrishöft en samt þokaði hitaveituframkvæmdum áfram. 

Eftir byltinguna í Íran 1979 urðu eldsneytisskortur og himinhátt eldsneytisverð kveikjan að stórfelldum framkvæmdum við hitaveitur um allt land, og enda þótt metverðbólga yrði og kjararýrnun 1983 ríkti einhugur um þessa fjárfestingu.

Rökin fyrir þessu voru allan tímann skýr; að spara gjaldeyrisútgjöld og kostnað vegna innflutning og notkun á mengandi og óendurnýjanlega erlendum orkugjöfum og nota í staðinn innlenda, hreinni og skaplegri orkugjafa. tazzari_og_nissan_leaf

Því er verið að rifja þetta upp, að þegar hliðstæð orkuskipti eru nú á dagskrá úr jarðefnaeldsnehyti yfir í íslenska, að mestu hreina og endurnýjanlega orkukgjafa varðandi bíla, bregður svo við að það veldur hörðum andstöðuviðbrögðum hjá fjölda manna. 

Rökin gegn rafbílunum er þeim mun athyglisverðari hér á landi en erlendis, að líklega er engin þjóð heims eins vel sett varðandi það að nota eigin orkugjafa og þar að auki hreina í stað þess að eyða gjaldeyri í að flytja inn erlent mengandi jarðefnaeldsneyti. 


mbl.is Mikið stuð á rafbílamarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband