Minnir dálítið á Covid-19 umræðuna í Bandaríkjunum á tímabili.

Á örlagaríkum vikum í ferli kórónaveirunnar í Bandaríkjunum sagði Donald Trump að það gæti orðið allt of dýrt fyrir þjóðfélagið og efnahagslífið í heild að grípa til varnarráðstafana gegn veirunni. Ástandið væri líka svo gott; varla veiru að sjá, að Bandaríkin myndu í krafti sinna frábæru sóttvarna sleppa alveg við faraldurinnn.  

Í ljós kom því miður, að þetta ofmat byggðist á fáránlega fáum skimunum og Bandaríkin súpa enn seyðið af þeirri stefnu sem var tekin á örlagaríkum vikum í febrúar og fram í mars. 

Þórólfur Guðnason kvað sjálfur í kútinn á rökstuddan hátt í sjónvarpinu í dag þá fullyrðingu að kostnaðurinn vegna skimana næmi milljörðum króna, og að það yrði að spara þessa fjallháu fjármuni. Upphæðin, sem nefnd væri, væri einfaldlega kolröng og tekin úr samhengi. 

Kári Stefánsson styður líka rökum þá niðurstöðu sína, að kostnaðurinn við að missa tök á stöðunni við það að senda þyrfti þúsundir manna í sóttkví, ef illa færi, yrði meiri en kostnaðurinn við skimanirnar.  


mbl.is Röksemdir læknanna vegi ekki þungt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er meiri hætta á að missa tökin á stöðunni vegna innanlandssmita en vegna þessara örfáu erlendu smita. Þetta er frábært dæmi um það þegar aðgerðirnar eru gersamlega úr öllum takti við tilefnið.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.7.2020 kl. 18:52

2 identicon

Eins og Ómar bendir á,

þá styður Kári niðurstöðu sína með rökum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.7.2020 kl. 20:32

3 identicon

Mistök að láta ÍE taka þátt í prufutökum, skimun. Kári Stefánsson er ólíkindartól sem treður sér fram í sviðsljósið eins og vitstola maður. Merkilegt hvað okkar fámenna þjóð skartar mörgum svona týpum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.7.2020 kl. 22:00

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kári styður niðurstöðu sína með rökum. En rök hans halda ekki. Væru þau gild myndi leiða af þeim að taka yrði upp útgöngubann og loka landinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.7.2020 kl. 22:14

5 identicon

@ Haukur Kristinsson

Það var engum öðrum til að dreifa í vetur, þegar æ fleiri greindust með smit, en ÍE.  

Hér var í upphafi faraldursins ráðþrota upplausn og enginn vissi hversu mikið veiran hafði dreifst um landið.  Þá bauðst Kári til að leggja fram krafta starfsfólks ÍE til að hefja víðtækar skimanir. Veirudeild Landspítalans var þá, og er enn, í mygluhúsi við Ármúlann og var, og er enn, mjög fjársvelt og vanbúin til að takast á við faraldur sem þennan.  Nú fyrst á að laga þar eitthvað aðstöðuna í mygluhúsinu.  

Þetta eru ískaldar staðreyndir.  Svo getur hverjum og einum fundist hvað sem þeim sýnist um þær.  En það breytir ekki þessum staðreyndum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.7.2020 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband