Allt er best í hófi, svo sem lúpínan og kerfillinn.

Deilur um ræktun skóga og plantna snúast oft upp í hálfgerðar trúarbragðadeilur. Enginn þyrfti að deila um gildi lúpinunnar sem uppgræðslujurtar eins og til dæmis á Mýrdalssandi. 

Og víða annars staðar á hún rétt á sér, þótt stundum geti orðið skiptar skoðanir um það eins og núna í Kópavogi. 

Hins vegar eru til þau svæði á Íslandi, þar sem lúpínan á ekki erindi vegna þess að uppgræðsla á hefðbundinn íslenskan hátt er í fullum gangi eins og til dæmis í friðlandinu á Hornströndum. 

En svo virðist sem aðdáun á þessri jurt  geti á einstaka stað orðið að einhvers konar trúarbrögðum 

Eftir að byggð og sauðfjárrækt lögðust af á þessu svæði, sýndi stórkostlegur uppvöxtur mikils íslensks gróðurs vel, hvað friðun getur áorkað. 

Víkurnr urðu umvafðar miklu grasi og blómskrúði á þessu einhverju kaldasta svæði landsins, og hefði mátt halda, að allir gætu verið sammála um það að lofa þessu ævintýri að gerast án afskipta mannsins. 

Þess vegna kom það á óvart í heimsókn þangað fyrir þremur árum, að afkomendur Hornstrendinga skyldu þurfa að verjast miklum ágangi heittrúaðra lúpínuelskenda, sem eru að reyna að útbreiða þessa jurt á svæði, þar sem hennar er engin þörf. 

Nú fréttist að vestan að önnur aðkomujurt, kerfillinn, sé að vaða yfir allt í Bolungarvík, og er sú jurt alveg sérstaklega ágeng  og ryður öðrum í burtu.  


mbl.is „Ekki drepa lúpínuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kerfill og lúpína er sitthvað.  Lúpínan hopar þegar annar gróður sækir á en kerfillinn veður yfir allt og kæfir, eins og garðeigendur syðra þekkja vel og nú vestfirðingar samkvæmt bloggi þínu.

Kolbrún Hilmars, 11.7.2020 kl. 17:46

2 identicon

Maður hefur nú á tilfinningunni að andúð sumra á Lúpínu sé mögnuð upp af hinum fallega blá lit sem svo skemmtilega sést nú víða á landinu í dag þar sem lúpínan er í blóma

Ég man vel þegar allt Ísland var niðurnagað og ekki var þverfótað fyrir rollum einhvern veginn minnir mig að rollur hafi verið þrefalt fleiri en mannfólkið þegar verst lét, en nú má sjá tré og runna á ólíklegustu stöðum þar sem áður var í mesta lagi Holtasóley

Grímur (IP-tala skráð) 11.7.2020 kl. 18:42

3 identicon

Sammála þessu með að allt sé best í hófi. Varðandi þessar plöntur þá má alls ekki stuðla að aukinni úbreiðslu amk ekki viljandi. Íslendingar eru reyndar undarleg þjóð. Búandi í landi þar sem stór hluti landsins eru auðnir og eyðimerkur en amast þó þjóðin við mörgum tegundum gróðurs sem vill vaxa hér. Má þar nefna sóleyjar og fífla sem vaxa í gríð og erg td á umferðareyjum í þéttbýli. Nei, þær mega ekki vera í friði og eru slegnar niður hvar sem til þeirra næst í staðinn fyrir að láta þær blómstra vegfarendum til ánægjuauka frá grámyglulegum og ljótum byggingum sem eru allt um liggjum í þéttbýlum landsins. 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 11.7.2020 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband