Geymsla raforkunnar er lykilatriði víða.

Vandinn við að geyma raforku er eitt það atriði, sem einna helst stendur því fyrir þrifum að leiða fram orkuskipti hér á landi og nýta orkuna, sem landið býr yfir. 

Vindorka hefur þann ókost, að orkuframleiðslan er háð veðri og vindum og því er geymsla orkunnar afar mikilvæg til að nýta hana á þeim tímum, sem mest er hennar þörf og geyma hana til þess að jafna framleiðslu og sölu. 

Vatnsorka hefur þann kost, að hana er hægt að jafna með því að miðla vatninu í miðlunarlónum. 

Minnst þörf fyrir geymslu orku er hjá gufuaflsvirkjununum, sem hins vegar hafa þann ókost þegar stunduð er ágeng orkuöflun (rányrkja) eins og allt of mikið er af hjá okkur. 

Hvað orkuskipti skiptir eru kostir rafdrifinna samgöngutækja miklir hvað varðandi yfirburða nýtingu rafhreyfla fram yfir brunahreyfla. 

Á móti koma yfirburðir jarðefnaeldsneytis hvað snertir geymslu, miðað við lithium, en þann mun er hægt að reikna með margföldun upp á áttföldun eða meira, eftir því hvaða forsendur eru gefnar. 

Þyngd rafhlaðna er einfaldlega svo mikil, að það eitt og sér kemur í veg fyrir um alllanga framtíð að hægt verði að rafvæða millilandaflugflotann, og þyngd rafhlaðnanna er líka til trafala í landfarartækjum. 

Að vísu eru í gangi miklar framfarir á þessu sviði, gagnstætt því sem er varðandi jarðefnaeldsneytið, sem er komið á endastöð eftir meira en aldar þróun.  


mbl.is Geyma vindorku á fljótandi formi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    • 1850: spáði maður nokkur því að árið 1950 yrði þriggja metra lag af hrossataði á götum Lundúna.

    • 1876: „Vel má vera að Ameríkanar hafi þörf fyrir síma en ekki við. Við eigum nóg af sendisveinum.“ – William Preece, starfsmaður Breska póstsins.

    • 1883: „Röntgengeislar eiga eftir að sanna sig sem gabb.“– Kelvin lávarður, forseti Konunglega félagsins.

    • 1888: Kanadíski stjörnufræðingurinn Simon Newcomb sagði: „við eru líklega að nálgast það að vita allt sem hægt er að vita um stjörnufræði”.

    • 1894: sagði Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði, Albert Michelson, „að grundvallarlögmál eðlisfræðinnar væru nú þegar komin fram og það væri búið að sanna þau það rækilega að líkurnar á að þeim yrði hnekkt með nýjum væru mjög litlar.“

    • 1895: „Það er útilokað að vélar þyngri en andrúmsloftið geti flogið.“-Kelvin lávarður, forseti Konunglega félagsins.

    • 1899: sagði yfirmaður einkaleyfisstofu Bandaríkjanna, Charles H. Duell: „Allt sem hægt er að finna upp, hefur verið fundið upp.”

    • 1900: sagði Lord Kelvin „Það á ekki eftir að finna upp neitt nýtt í eðlisfræðinni. Allt það sem er eftir eru bara nákvæmari útfærslur á núverandi mælingum.” Einstein kom fram með afstæðiskenninguna fimm árum síðar og sneri vægast sagt öllu á hvolf.

    • 1903: „Hesturinn er kominn til að vera en bifreiðin er ekkert annað en stundardella – tískufyrirbrigði.“ – Forstjóri Sparisjóðs Michigan sem ráðlagði viðskiptavini frá því að fjárfesta í bílaframleiðandanum Ford.

    • 1927: sagði Harry Warner (Warner Brothers): „Hver vill eiginlega heyra leikara tala?“

    • 1932: „Það er ekki hin minnsta vísbending um að kjarnorka verði nokkurntíman fáanleg. Það mundi þýða að við þyrftum að kljúfa atómið að vild.“ – Albert Einstein.

    • 1936: „Geimflaug mun aldrei komast út fyrir lofthjúp jarðarinnar.“ The New York Times.

    • 1943: Sagði Thomas Watson (IBM): “Ég held að alheimsmarkaðurinn fyrir tölvur sé fimm vélar.”

    • 1946: „Sjónvarpið mun ekki halda markaðshlutdeild neins staðar lengur en í sex mánuði. Fólk mun fá nóg af því að sitja og glápa á kassa úr krossviði hvert einasta kvöld.“ – Darryl Zanuck, yfirmaður kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox.

    • 1949: „Framtíðartölvur munu verða þyngri en eitt og hálft tonn.“ Popular Mechanics, að spá fyrir um framtíð tækninnar.

    • 1954: „Hafi stórreykingar einhver áhrif á líkur á lungnakrabbameini, þá virðast þau sáralítil.“ -W.C. Heuper, National Cancer Institute.

    • 1955: „Þetta verður búið í júní.“ – Variety Magazine, spáir fyrir um framtíð rokktónlistarinnar.

    • 1957: „Geimferðir eru rugl.” — Sir Harold Spencer Jones, breskur geimfari, (tveimur vikum síðar komst Sputnik á braut jarðar).

    • 1959: „Markaðurinn fyrir ljósritunarvélar er í mesta lagi 5000 stykki.“— sögðu forsvarsmenn IBM, við stofnendur Xerox.

    • 1961: „Nánast engar líkur eru á að gervihnattasamskiptin verði notuð til að veita betri síma-, skeyta-, sjónvarps- eða útvarpsþjónustu í Bandaríkjunum.” — T.A.M. Craven, hjá Póst- og fjarskiptastofnun Bandaríkjanna.

    • 1964: „Reagan er ekki nógu forsetalegur.“ – yfirmaður hjá United Artists eftir að hafa hafnað Reagan í aðalhlutverk myndarinnar The Best Man árið 1964.

    • 1977: Sagði Ken Olson, stofnandi Digital Equipment Corporation „Engin ástæða er til að ætla að neinn vilji hafa tölvu á heimili sínu.“ –

    • 1981: „Enginn mun þurfa meira en 637KB af minni á einstaklingstölvu. 640KB ætti að vera nóg fyrir hvern sem er.” – Bill Gates, meðstofnandi og forstjóri Microsoft.

    • 1981: „Farsímar munu svo sannarlega ekki leysa landlínuna af hólmi.“ Marty Cooper, uppfinningamaður.

    • 1989: „Við getum aldrei búið til 32-bita stýrikerfi.” — Bill Gates, meðstofnandi og forstjóri Microsoft.

    • 1992: „Hugmyndin um persónulegt samskiptatæki í hverjum vasa er tálsýn knúin af græðgi“.— Andy Grove, þá forstjóri Intel.

    • 2007: „Það er ekki nokkur leið að iPhone nái nokkurri markaðshlutdeild.“ – Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft.

    • 2020: „Að vísu eru í gangi miklar framfarir á þessu sviði, gagnstætt því sem er varðandi jarðefnaeldsneytið, sem er komið á endastöð eftir meira en aldar þróun.“ Ómar Ragnarsson, Íslenskur skemmtikraftur.

    Stolið og uppfært. https://viljinn.is/adsendar-greinar/bjart-framundan-ef-vid-erum-bjartsyn/

    Vagn (IP-tala skráð) 12.7.2020 kl. 05:36

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband