Smæðin opnar nýja sýn á sjálfa sig.

"Við eru svo fá, að við höfum engin áhrif" er algengt viðkvæði þeirra, sem vilja að við Íslendingar tökum ekki þátt í neinu alþjóðlegu samstarfi, af því að það muni ekkert um framlag örþjóðar, sem er aðeins 0,00025 prósent af fjölda jarðarbúa. 

Mannfjöldi Íslands aðeins 1:25000 af mannfjölda heimsins. 

En þessu er í raun alveg öfugt farið. Leitun er að nokkru svona smáu byggðarlagi í heiminum, á stærð við eitt hverfi í þúsundum borga heims, sem getur haft jafn mikil áhrif á heimsstjórnmálin og Ísland hefur.  

Því veldur, að við teljumst þrátt fyrir smæðina, fullgildur og fullvalda fulltrúi í félagsskap þjóðanna og hjá alþjóðasamtökum og stofnunum og getum á þann hátt haft margfalt meiri áhrif en smæðin bendir til.  


mbl.is Breytingin Íslandi að þakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri nú óskandi að þetta mannréttindastef í utanríkisstefnunni kæmi eins afgerandi fram í innanríkisstefnu íslenskra stjórnvalda.

Human Rights Watchs láta greinilega glepjast af ytri ásýnd, án þess að hafa kynnt sér bágborið ástand mannréttindamála hér innanlands.

Gott máltæki segir að það sé ráðlegt að taka til heima hjá sér áður en farið sé að gagnrýna aðra eða ráðleggja þeim um sína eigin tiltekt.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2020 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband