Af hverju ekki að læra af sambærilegum norrænum borgum?

1999 gáufu samtök norrænna borga, NORDSTAT, út vandaða skýrslu með samanburði á högum og aðstæðum í 16 norrænum borgum, sem gátu varpað ljósi á þau viðfangsefni, sem við þurfti að fást í þeim.DSC00435

Í skýrslunni kom fram greinilegur munur á fjölmennari borgunum og þeim, sem voru á stærð við Reykjavík.

Reykjavík var eina íslenska borgin í þessum samanburði og á stærð við Reykjavík og með svipaðar aðstæður, voru Álaborg, Árósar, Óðinsvé, Tampere, Oulu, Turku, og Þrándheimur.

Alls átta norrænar borgir. 

Hinar átta norrænu borgirnar voru stærri og eldri, Kaupmannahöfn, Helsinki, Osló, Björgvin, Stokkhólmur, Gautaborg og Málmey.DSC00434

Meginhluti Stavangurs er á svæði, sem er aflukt af sjó á alla vegu.  

Niðurstaða samanburðarins þá var sláandi:

Í átta meðalstórum eða smærri norrænum borgum var álíka þéttbýlt, eða öllu heldur dreifbýlt og aðstæður svipaðar og í Reykjavík. 

Í stærri borgunum var mun þéttbýlla og samgöngur því öðruvísi en þær, sem þá voru í Reykjavík. 

Síðuhafi skoðaði sérstaklega sjálfur flestar af þessum borgum á árunum eftir 1999 og bætti við nokkrum á vesturströnd Kirjálabotns fyrir norðan Stokkhólm. 

Samanburðurinn var sláandi á milli stærri borganna og eldri miðað við hinar minni og yngri. 

Engin erlend borg í heimi og umhverfi henar er líkari Reykjavík en Þrándheimur og Þrændalög, sami mannfjöldi, sama breiddargráða, svipuð kjör, menning, veðurfar og aðstæður. 

Gróf athugun á þessari merku skýrslu benti til þess að það væru þessar aðstæður og þessi borgarstærð, sem sköpuðu hið "reykvíska" umhverfi. 

Ef eitthvað var, var það tætingsleg samsetning á þéttbýli höfuðborgarsvæðis Reykjavíkur, sem virtist geta orðið erfitt viðfangs. 

Nú eru liðin 20 ár og því gæti verið fróðlegt að vita hvort og þá hvað hefur gerst í norrænu borgunum sjö, sem eru sambærilegri við Reykjavík en flestar aðrar. 

Eru komnar borgarlínur þar og ef svo er, hvernig er útfærslan?

Skýrslunni frá NORDSTAT skolaði óvart til síðuhafa 1999. Aldrei var sagt frá henni hér heima á vegum borgarinnar, svo að minni reki til. 

Hvers vegna ekki? Af hverju ekki að læra af sambærilegum norrænum borgum?

 


mbl.is Vill að Borgarlínunni verði flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir 30 árum síðan var einhverskonar borgarlína, almenningssamgöngur og gjaldtaka lausnin í Þrándheimi. Hver upplifun íbúanna er fann ég ekkert um þó það ætti að vera aðalatriði.

https://miljopakken.no/om-miljopakken/about-miljopakken

Vagn (IP-tala skráð) 13.7.2020 kl. 09:49

2 identicon

En er hin marglofaða Borgarlína ekki bara strætó á sterum sbr. viðtal við Dag í Mbl í dag

"í fyrsta áfanga er leið hraðfara strætisvagna úr miðborg Reykjavíkur" 

Verða þá þessir strætóar undanþegnir hraðatakmörkunum, ekki það að vagnstjóranir haldi sig innan hámarkshraða í dag en virðast aldrei fá sektir?

Grímur (IP-tala skráð) 13.7.2020 kl. 10:26

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Má ekki setja spurningarmerki við það að bera saman bæi á sömu norðlægu breiddargráðunni?  Finnast einhverjir þar með sambærilegt veðurfar?
Ísland er sagt líkjast mest Eldlandi (Tierra Del Fuego) á suðurhveli hvað varðar vindstyrk.  Eldlandið er þó á svipuðu róli frá suðurskautinu og London frá norðurskautinu.

Kolbrún Hilmars, 13.7.2020 kl. 16:51

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veðurfar og dreifbýli er það tvennt sem kemur í veg fyrir að fólk hér noti almenningssamgöngur. Stærri og fleiri strætisvagnar munu engu breyta um það.

Enda er borgarlínuvitleysan alls ekki byggð á neinum rökum. Í grein formanns skipulagsmála í Reykjavík í Mogganum í dag kemur ágætlega fram í dagsljósið á hverju þetta grundvallast. Það er hatur manneskjunnar á bifreiðum fólks, Davíð Oddssyni og einhverjum Robert Moses, sem mun reyndar dauður, en borgarfulltrúanum er bersýnilega afar uppsigað við. Hver það er eða hvaða glæpi hann framdi í lifanda lífi er mér alveg ókunnugt um. En þetta er greinilega hið mesta varmenni.

Borgarlínan er einhvers konar stríðsyfirlýsing gegn þessum þríhöfða þurs að því er manni sýnist. 

Þorsteinn Siglaugsson, 13.7.2020 kl. 20:39

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Þrándheimi, sem er á sömu breiddargráðu, er örlítið kaldara á veturuna og aðeins hlýrra á sumrin, og úrkoma aðeins minni. Í Björgvin rignir meira, vetrarmánuðir örlítið hlýrri og aðeins hlýrra á sumrin en hér.  

Það verður ekki líkara neins staðar í veröldinni þegar það er líka tekið með í reikningin hve kjör og menning eru lík. 

Ómar Ragnarsson, 13.7.2020 kl. 21:35

6 identicon

Til er gata sem heitir Hringbraut í Reykjavík.

Hvernig var nú aftur hugmyndin um Hringbrautina, og varð hún að veruleika, miðað við þær forsendur sem voru gefnar, þegar áætlun var um þá framkvæmd ?

Ég hlakka til, að rifja upp Borgarlínuna, Ómar, þegar ég verð komin þinn aldur.

Ef ég næ þeim aldri.

Bara að ég verði jafn sprækur og hress og þú ert.

Margar stórframkvæmdirnar, sem engan óraði fyrir, að færu á þann veg,sem yrði.  

Hvernig er þetta í dag með álverin okkar ? 

Mikið var í lagt og miklu fórnað fyrir sum þeirra.

Og nú er bara rætt um þan möguleika að loka öllu, eða hvað ? 

Mikið er í lagt, fyrir Borgarlínuna, en engin einkaðaili hefur enn viljað leggja í lestarsamgöngur á milli aðal-innkomu til landisns, Keflavíkur flugvallar,  og Höfuðborgarinnar. 

Enn aka menn á einkabílnum þar á milli.

Heimir Karlsson (IP-tala skráð) 14.7.2020 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband