Comet og 737 MAX, hliðstæður með 65 ára millibili.

2. maí 1952 blasti björt framtíð við flugvélaiðnaði Breta þegar fyrsta borgaða farþegaflugið með þotu fór fram á milli London og Jóhannesborgar. Brotið var blað í flugsögunni með því að þotuöld var gengin í garð, Bretar voru þremur til fimm árum á undan bandarískum keppinautum á þessu sviði í krafti framsýnnar stefnumörkunar, sem var notuð allar götur frá 1945. De_Havilland_Comet_1_BOAC_Heathrow_G-ALYX_1953

En réttu ári eftir jómfrúarflugið, 2. maí 1953 fórst Comet við Kalkútta og í kjölfarið fylgdu svipuð slys, sem gerðu vonir Breta að engu. 

Því að enda þótt rannsókn flugslysanna væri svipað tímamótaverk varðandi flugöryggi og Comet þotan var sem fyrsta farþegaþotan, tók tilkoma nýrrar og öruggrar Comet þotu fimm ár, og hún var ekki tekin í almenna notkun fyrr en nokkrum mánuðum á undan Boeing 707, sem er forfaðir 737 að miklu leyti (skrokkurinn). 

Boeing 707 og Douglas DC-8 voru stærri en Comet 4 og unnu því sigur í samkeppninni í sölu þotna. Boeing_737_MAX_10X_rendering

Málmþreyta við ferkantaða glugga af völdum þrýstijöfnunar reyndist banabiti Comet 1. 

Boeing 737 MAX slysin og stöðvun flugs þeirra véla minnir um margt á örlög Comet 1. 

737 MAX varð söluvænsta nýja þotan í flugsögunni til að byrja með, og háþróuð tölvubúnaðartækni nútímans átti að gera það kleyft að fljúga henni af öryggi, þótt þýngdarhlutföllum væri ögrað með þotuhreyflum af nýjustu og sparneytnistu gerð. 

Allt til að spara kostnað við tegundarviðurkenningu MAX vélanna og þjálfun flugmanna. 

Í ljós kom, að í meginatriðum fólust mistökin við búnaðinn í því að það gleymdist að taka það með í reikninginn, hver geta, viðbrögð og þjálfun flugmannanna yrði. 

De Havilland verksmiðjum tókst að leysa sína gátu á árunum 1953-58, og nú er spurningin hve langan tíma það mun taka Boeing verksmiðjurnar að finna endanlega og örugga lausn á MAX vandamálinu. 

Það ver vonast til að það gerist á þessu ári, en vissara að spá sem minnstu í því efni. 


mbl.is MAX-vélar skrefinu nær að komast í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já þetta er þörf upprifjun.

Sem strákur á háaloftinu heima á Snorrabraut 65 sem lá í Flight-blöðum með flugdellu í Kóreustriðinu man ég vel eftir Comet og öllu því.Mikið átti ég erfitt að kyngja því að P-51 Mustang gæti ekkert á móti MIG-15 og Sabre F-86 fannst mér ekki nærri eins falleg þá og gömlu vélarnar.

Nú gæfi ég mikið meira til að fá að fljúga henni en nokkru öðru. Aðflugið á henni gata maður gert  svoleiðis að maður lúppaði henni á short final meðan maður renndi gírnum út og lenti beint úr niðurleggnum. Ef mótor bilaði yfir N-Kóreu flaug næsta F-86 aftan að þeirri biluðu og ýtti henni heim með nefinu.

Fyrir mér núna er Sabre Jet F-86 fallegasta vél allra tíma, mín draumadís.

Það er miklu erfiðara núna að sannfæra almenning um að það sé búð að laga 737MAX ,hann veit svo miklu meira núna en þá vegna upplýsingaraldarinnar. Það verður erfitt að sannfæra hann nema að umskíra relluna alveg og selja hana aftur sem nýja snákaolíu eða hvað heldurðu Ómar?

Halldór Jónsson, 23.7.2020 kl. 22:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Engan óraði fyrir COVID-19 og því hvernig sú pest hefur sett allt á hvolf. 

Á sjötta áratugnum var uppsveifla i heiminum og framfarabraut flugsins bein og breið framundan. 

Núna er þetta gerólíkt og þess vegna hlýtur eitthvað undan að láta í hinum uppblásna flugflota heimsins. Það verður einhver MAX sem getur orðið MIN. 

Ómar Ragnarsson, 23.7.2020 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband