Hvernig fóru bresku sendiherrarnir að fyrir 45 árum?

Á árunum 1958 til 1961 og 1972-76 háðu Íslendingar þrjú Þorskastríð við Breta, þar sem vopnavaldi var beitt. 

Nær allan tímann var stjórnmálasamband á milli ríkjanna og breski sendiherrann sat hinn rólegasti í sínu sendiráði, jafnvel þegar haldnir voru mótmælafundir með þátttöku tuga þúsunda manna. 

En nú eru aðrir tímar og í ljósi krafna bandríska sendiherrans um að fá að vopnast, bæði innan sendiráðs og utan, án þess að neitt stríð sé í gangi, væri kannski athugandi fyrir hann og yfirmann hans að íhuga, hvernig breski sendiherrann fór yfirleitt að því að vera hér vopnlaus. 

Sá breski hefur kannski kynnt sér það, að morð með skotvopnum voru nánast óþekkt hér á landi. 

Ekki er vitað til þess að nein morðalda með skotvopnum sé í gangi á Íslandi hin síðustu ár, heldur þvert á móti.

Það þarf að hafa fyrir því að rifja upp, hvenær slíkt gerðis síðast hér.

En, miðað við bandarískan veruleika, getur það kannski litið út sem uggvænlegt fyrirbrigði. 

Hinn bandaríski veruleiki er nefnilega sá, að ef sams konar tíðni drápa með skotvopnum væri hér, þá þyrfti hér um eitt hundrað dráp með byssum árlega til þess að við getum komist á sama stig og Bandaríkjamenn. 

Þess má geta að sendiráð ríkja teljast hluti af yfirráðasvæði þeirra og því vaknar spurningin hvort sendiherrann verði ekki bara við kalli forseta síns nýlega, að friðelskandi Bandaríkjamenn nýti sér skýlausan stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að vopnast persónulega á yfirráðasvæði sínu. 

En sendiherrann er ekki ánægður með það, heldur krefst hann þess að fá að fara ferða sinna utanhúss í stunguheldu vesti og í brynvarðri bifreið. 

Og af því að nú eru nýir tímar gæti það líka verið þjóðráð að Bandaríkjamenn kaupi einfaldlega landið og bæti með því upp þau vonbrigði að fá ekki að kaupa Grænland.  

Og innleiði hér það öryggi, sem gríðarleg byssueign Bandaríkjamanna í heimalandi þeirra veitir þeim í krafti heróps forseta síns um að friðelskandi fólk vígbúist sem best í skjóli stjórnarskrárvarðra réttinda. 


mbl.is Telur öryggi sínu ógnað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég skynja ekki vandamál hér.

Þú ættir að biðja um að fá að ganga um með þína eigin byssu í vasanum sjálfur.  Svona eins og ananr hver maður undir lok Viktoríutímans og alla leið að fyrra stríði.

Ef hann má, þá mátt þú líka.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.7.2020 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband