Stærsti jólasveinn heims í Norður-Noregi og pálmatré í vogum í stað Spánarferða.

"Margt er líkt með skyldum" segir máltækið, og þetta kemur oft upp í hugann þegar ferðast er um Noreg, einkum um vesturströndina og norður úr. 

Milli Tromsö og Alta nyrst í Noregi var hægt að velja um tvær leiðir, þefar síðuhafi var þar á ferð fyrir rúmum 20 árum.  

Önnur leiðin er beinni og styttri en hin, en farið í ferju yfir einn fjarðanna. 

Sú leið varð fyrir valinu af því að það er viss hvíld í því á því ógnarlanga ferðalagi, sem liggur um þetta langa land, að hvíla sig lítillega á akstri bílsins og fara hæfilega langa vegalengd á ferju. 

Þegar komið er að landi blasir við ferðafólkinu furðulegt mannvirki á hafnarbakkanum, tilsýndar eins og turn. 

Þegar nær kemur, sést hvað þetta er: "Stærsti jólasveinn í heimi" og það í meira en 20 stiga hita í júlí. 

Ætti kannski frekar að vera nefndur stærsti "júlísveinn" í heimi. 

Ó, hvað þetta er innilega íslenskt, samanber fyrirætlanirnar um krókódílagarð á Húsavík hér um árið og væntanlegu pálmatrén í Vogabyggðinni. 

Kannski hefðu þau átt að vera komin fyrr, svo að landinn gæti flykkst þangað til þess að bæta sér upp allar niðurfelldu ferðirnar til Spánar.. 

 


mbl.is Pálmatrén á Vörputorgi í raunhæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Þú ert dulítill bjáni í þessari athugasemd þinni, eins og þú hafir ekki getað vel höndlað skynsamlega ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um skimum á landamærum.

Að bæði hafi þurft að tala niður þjóðina sem og í hinni setningunni að upphefja hið frjálsa flæði.

Og í stað þess að feisa það nafni, þá hafir þú kosið að tala niður þjóðina, það eina getur skýrt þennan pistil þinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.8.2020 kl. 00:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pistillinn er reyndar eingöngu skrifaður um hugkvæmni við að gleðja fólk með frumlegum uppátækjum, og ég hef í öðrum pistlum fjallað um skimunaráformin og stutt þau með þeim rökum, að seinni bylgja farsóttarinnar sýni, að allir, líka ferðaþjónustan tapi á því að hlaupa smitunum og veikindum upp og valda því að erlendar þjóðir og ferðamenn þeirra setji landið í rauðan flokk. 

Ómar Ragnarsson, 16.8.2020 kl. 10:24

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur nafni.

Já, kannski var ég óþarflega hvumpinn út af orðalagi þínu að þetta væri "innilega íslenskt", því í mínum huga er landið okkar, náttúra þess og fólkið sem byggir það, mótað af sambýli við landið og náttúru á mörkum hins bygglega heims, það sem ég kalla íslenskt.

Ekki undantekningin, hvort sem það eru útrásarvíkingarnir sem reynt var að klína uppá þjóðina, eða uppátæki einhverra apakatta sem fá því stundum brautargengi til að framkvæma hugmyndir sínir.

Og núna þegar landinu er lokað þá á þetta íslenska einmitt að vera mótspyrna okkar og síðan viðspyrna til heil atvinnugrein, ferðamannaiðnaðurinn lognist ekki út af.

En auðvitað er húmorinn algjört lykilatriði þess að menn þrauki af erfiða tíma, og því má hægra heilhvelið aldrei gleyma.

Ég skil þig betur núna og biðst velvirðingar á fljótfærni minni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.8.2020 kl. 12:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir, nafni, alveg sjálfsagt mál, enda eiga pistlar yfirleitt að vera þannig orðaðir, að engan misskilning geti vakið. 

Ómar Ragnarsson, 16.8.2020 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband