Jarðskjálfti við Keili er ekki "á Reykjanesi." Höndin hvarf ekki fyrir ofan olnboga.

Villuráf hefur verið ansi mikið í fréttum dagsins, svo sem um jarðskjálfta á Reykjanes eða við Þorbjörn, að ekki sé nú talað um fréttina af þeim afleiðingum flugeldaslyss, að "höndin var horfin fyrir ofan olnboga.DSC00648

Slysafréttir eru ætíð dapurlegar og því mikilvægt að vera ekki að skreyta þær með fleipri eins og því að "handleggurinn var horfinn fyrir ofan olnboga." 

Sú einfalda staðreynd virðist endalaust flækjast fyrir mörgum, að Reykjanes er lítið nes sem stendur yst á Reykjanesskaga. Punktur.

Nei, ekki punktur hjá mörgum, því miður, því að í kvöld var ýmist talað um að skjálftanir væru við Þorbjarnarfell, sem er næstum 20 kílómetra frá aðal skjálftasvæðinu eða talað um Reykjanes, sem er næstum 30 kílómetra í burtu. 

Stærstu skjálftarnir urðu í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um það bil fimm kílómetra frá fjallinu Keili, en þessi fjöll eru hluti af Reykjanesfjallgarðinum, sem gengur frá norðaustri til suðvestur eftir endilöngum Reykjanesskaga.  

Sömu endaleysurnar ganga aftur og aftur í fjölmiðlum, svo sem að Sandskeið sé á Hellisheiði. 

Og að Sandskeið sé kvenkynsorð, hún, Sandskeiðin;  bíllinn valt á Sandskeiðinni!    


mbl.is Ekki spurning um hvort heldur hvenær gos verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ruglar marga að á Reykjanesinu er staður sem heitir Reykjanes og að það sem oft er kallað Reykjanesskaginn heitir Reykjanes, rétt eins og Vestfjarðarkjálkinn heitir Vestfirðir og Reykjavíkurborg heitir Reykjavík. Menn aka samt Reykjanesbrautina en ekki Reykjanesskagabrautina. Og brjóti þeir lögin gætu þeir lent fyrir dómara hjá Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði, en Hafnarfjörður er á Reykjanesi.

Lambarif er við Garðskaga "Tilkynnt var um fólk sem væri hugsanlega í vanda í Lambarifi á Garðskaga. Neyðarlínan kallaði til lögregluna á Suðurnesjum og Björgunarsveitina Ægi. Þar var strax mannaður björgunarbátur sem sendur var að Lambarifi. https://www.vf.is/frettir/vopnadir-menn-toku-a-moti-bjorgunarsveit-a-gardskaga  "    Áður hafa menn lent í vandræðum þar

Margit ferðuðust í sumar um landið og hafa þá lesið ferðabæklinga

Og....

"Eggert og Bjarni lýsa Reykjanesinu og Reykjanesskaga og eiga þá yfirleitt við svæði vestan línu milli Ölfusárósa og Kópavogs.
Á Netinu er lýst sveitarfélögunum á Reykjanesi, þ.e. Grindavík, Reykjanesbæ, Höfnum, Sandgerði, Garði og Vogum. Sveitafélögin kynna sig yfirleitt sem hluta af Reykjanesinu. Um bergfræðina á Reykjanesinu segir m.a.:
“Reykjanesinu er gjarnan skipt í 4 eða 5 eldstöðvakerfi, Reykjanes-Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndazt háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, í Svartsengi, í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum Flest fjöll, t.d. Keilir, eru úr móbergi frá síðasta kuldaskeiði.”
Þá segir um Reykjanes: “Jarðskjálftar tíðir. Fjögur til fimm söguleg gos á Reykjanesi á tímabilinu 875 – 1340 og hraun u.þ.b. 16 talsins. Hraun við Hlíðarvatn frá 1340. Ögmundarhraun frá 1150. Hraun efst í Heiðmörk og Í Bláfjöllum u.þ.b. 1000 ára. Svínahraun gæti verið kristintökuhraunið frá 1000. Svartahraun við Bláa lónið frá 1226. Kapelluhraun frá 1150. Afstapahraun frá sögulegum tíma. Stampahraun og Arnarseturshraun frá 1226. Búrfellshraun er ca. 7200 ára (C14), gæti verið eitthvað yngra vegna skekkjuvalds C14 aðferðarinnar, sem er óþekktur. Kapellu- eða Nýjahraun rann á fyrri hluta 11. aldar (1010-1020). Heilög Barbara, verndari ferðamanna, jarðfræðinga og málmbræðslumanna. Lindir austan álvers gáfu Straumsvík nafn (nú listamannamiðstöð). Einnig miklar lindir austan Straumsvíkur. Hrútagjárdyngjuhraun ná frá Hvaleyrarholti að Vatnsleysuströnd (Vatnsleysuvík). Þar taka við Þráinsskjaldarhraun (Vatnsleysuhraun). Skjaldlögun austan Fagradalsfjalls er dyngja. Dalur milli dyngnanna. Þar eru Afstapahraun (apal), áður nefndt Arnstapahraun. Eldra Hraun undir, en þar er líka frá sögulegum tíma (landnámslagið er undir því).

Vagn (IP-tala skráð) 26.8.2020 kl. 22:26

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En hvar er Ísafjörður?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2020 kl. 23:29

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sandskeiðið hét það í gamla daga þegar ég var í sviffluginu hjá Hlega Fil eða var ekki svo?

Halldór Jónsson, 28.8.2020 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband