Þrjátíu ára harmkvælasaga.

Það eru komnir um þrir áratugir síðan farið var að ræða um Sundabraut sem stórkostlega samgöngubót á ótal vegu, sjö kílómetra styttingu þjóðleiðarinnar frá Kjalarnesi til syðri hluta höfuðborgarsvæðisins og þar með í raun styttingu leiðarinnar frá Vesturlandi og Norðurlandi til Suðurnesja.

Og þar að auki mikil samgöngubót á milli hverfa í Reykjavík og einnig milli einstakra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar grannt það er grannt skoðað, hvernig brautin virkar í því heildarkerfi, sem flest í veganetinu á þessu svæði.  

Í 30 ár hefur í raun ekki nokkur skapaður hlutur gerst, hefur hefur þvert á móti verið þrengt að þeim möguleikum, sem gefst við að útfæra þessa góðu hugmynd.  


mbl.is Ámælisvert að Sundabraut skuli ekki hafa verið byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vitið væri meira að fresta þessu áfram í 30 til 50 ár og grafa þá jarðgöng. Það er engin þörf á þessu fyrr þar sem búið verður að bæta samgöngur um Kjalarnesið.

 

El lado positivo (IP-tala skráð) 27.8.2020 kl. 20:36

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hún móðir mín sem er nú orðin 91 ára hefur oft minnst á þessa brú og fundist ótrúlegt að hún hafi ekki verið byggð

Mér virðist Sundabrú ekki einu sinni vera neins staðar á áætlun 

Grímur Kjartansson, 27.8.2020 kl. 21:20

3 identicon

Það væri nær að byggja glæsilega Sundabraut,

með enn glæsilegri hábrú

í stað hinnar vitlausu "Borgarlínu"

sem enginn botnar í hvað er, né hvað eigi að verða

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.8.2020 kl. 22:21

4 identicon

Símon Pétur kl. 22:21. Borgarlínan verður nýtt og afkastamikið kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú aldrei notað almenningssamgöngur á Íslandi eða erlendis? Hefur þú aldrei heyrt minnst á Strætó eða séð. Ertu kannski alinn upp í sveit og hefur aldrei farið í kaupstaðarferð?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.8.2020 kl. 22:38

5 identicon

Haukur Kristinsson kl. 22:38

Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík.

Fer minna ferða gangandi, hjólandi,

eða á neyslugrönnum smábíl.

Við, sem búum í þessu Faxaflóaþorpi

þurfum alls enga, afar kostnaðarsama "Borgarlínu"

Býrð þú erlendis, í alvöru stórborg?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.8.2020 kl. 22:54

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Slóð

Nýr Axar vegur mun spara 733 miljónir á ári, og borga sig upp á þremur til fjórum árum. Vegagerðin, fólkið, heldur áfram að spara sömu upphæð um ókomin ár. Veg yfir sprengisand norður, og austur í Kárahnjúka, strax.

Jónas Gunnlaugsson | 2. október 2017 

 

Hér er Guðni Nikulásson, með grein um sparnaðinn fyrir Vegagerðina, ef góður vegur yrði lagður yfif Öxi.  

 

Þarna er Guðni að segja okkur að ef 200 bílar á dag, fara um Axar veg, frekar en að aka fjarðarleiðina,

þá sparar vegagerðin slit á vegum vegna 200 bíla x 71 kílómetrar x 365 dagar, verður 200*71*365 = 5.183.000 kílómetrar,

Slit á vegum vegna 5.183.000 eða 5,183 miljón kílómetra aksturs  á einu ári, er í krónum, 733 miljónir, sem er sparnaðurinn, við að fara Axarveg í staðin fyrir að fara fjarðaleiðina.

Nýr Axar vegur mun spara 733 miljónir á ári, og borga sig upp á þremur til fjórum árum, og heldur áfram að spara sömu upphæð um ókomin ár.

 000

Mér sýnist kostnaður á kílómetra sé 141,42 kr

Þú talar um 7 kílómetra styttingu X? bílafjöldinn x slit 141,42 krónur á kílómetra. 

Hvað gerir það á ári?

Skoða hvort rétt er reiknað.

 

Egilsstaðir, 30.08.2020   Jónas Gunnlaugsson

Egilsstaðir, 30.08.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.8.2020 kl. 01:24

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þú talar um 7 kílómetra styttingu X? bílafjöldinn x slit 141,42 krónur á kílómetra, á dag x 365 dagar 

Það væri gott að geta minnkað stafina inni í ritlinum. 

Egilsstaðir, 30.08.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.8.2020 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband