Hvítabjörninn - magnað tákn heimskautasvæða og loftslagshlýnunar.

Tilvera hvítabjarna á heimskautssvæðinu er glæsilegt dæmi um mátt lífsins og móður náttúru við óblíðustu skilyrði á hnettinum. 

Tegundin hefur þróast með því að líkamsbygging þess hefur aðlagast umhverfinu, fimbulkulda þess og ís á einstæðan hátt.  

Fjölmargt á síðustu árum sýnist benda til þess að hlýnun loftslags ógni lífsskilyrðum hvítabjarnarins og lífsbjörg harðgerðra íbúa, varðandi veiðar á landi og sjó.   

Í hitteðfyrra kom hópur horaðra hvítabjarna sem gerðu sig heimakomna í bæ í Síberíu þar sem slíkt hafði ekki gerst áður, og víðar gerist svipað.  

Enginn Íslendingur hefur kynnt sér jafn rækilega bráðnun íss á landi og sjó á heimskautssvæðinu en Ragnar Axelsson, sem hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir frábærar myndir sínar og frásagnir, sem sýna hið versnandi ástand einkar vel. 

En Ragnar og aðrir þeir, sem hafa rannsakað þetta á fjölbreyttan hátt, meðal annars með mælingum, mega þola ásakanir frá mönnum, sem afneita bæði því að hlýnun sé í gangi og afleiðingum þess. 

Þvert á móti hafa þeir um árabil haldið því fram að loftslagið fari kólnandi og ísinn og jöklarnir séu jafnvel að vaxa! 

Myndum af stærð jökla sé snúið við þannig að í raun séu myndir af jöklunum í fyrri stærð teknar núna, en myndir sem sagðar séu teknar núna, sýni jöklana eins og þeir voru. 

Vaxandi árásir og ferðir hvítabjarna inn á byggð svæði séu augljós merki þess, að þá skorti mat, eingöngu vegna þess hve þeim fjölgi mikið!  

 


mbl.is Ísbjörn drap mann á Svalbarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski að fölgun ísbjarna eftir alfriðun þeirra frá 1973 hafi meira með þetta að gera heldur en meint hlýnun jarðar?

El lado positivo (IP-tala skráð) 28.8.2020 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband