Ef spurningin er um keppinauta, hvað þá?

Svæðið sem innifelur Þórsmörk og aðliggjandi svæði, Almenninga og Goðaland,  milli Suðurjökla og Markarfljóts, er vafalaust meðal fegursta svæða á Íslandi. Í fjalllendi Skaftafells og Lónsöræfa og við Langasjó má þó finna verðuga keppinauta og einnig hér og þar í fjallendi annars staðar í heiminum. DSC00661

En tveir staðir á Íalandi eru þess eðlis að þeir eiga engar hliðstæður í veröldinni og þar með enga beina keppinauta, Grímsvötn og Kverkfjöll, vegna samspils eldvirkni, íss og jökla. 

Kverkfjöll hafa það fram yfir Grímsvötn, að þar er fegurðin sífelld og varanleg, en fegurð Grímsvatna er einkum fyrst eftir eldgos, áður en íshella Vatnajökuls nær að hylja hinar fögru og einstæðu eldstöðvar.DSC00561 

Í flugi frá Reykjavík austur á Brúaröræfi í síðustu viku bar nokkur fyrirbæri fyrir augu, sem gætu verið keppinautar, og kannski verða myndir úr þessu flugi settar hér í rólegheitum inn á síðuna. 

Svo sem hið einstæða fjallavatn Langasjó, sem er girt með tveimur nánast þráðbeinum, tvöföldum gígaröðum eða móbergshryggjum, en það fyrirbæri finnst hvergi annars staðar á þurrlendi jarðar nema hér á landi.  


mbl.is Fallegasti staður á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband