Nú er enginn "Siggi Palestína"?

Það er ekki neitt nýtt að fjörmiklir unglingar valdi vandræðum á léttum bifhjólum.  

Í kringum 1960 voru flutt inn mörk 50cc létthjól, flestar af gerðunum NSU Quickly, Lambretta og Kreidler, sem strákar um fermingu og eldri sóttust eftir að láta gamminn geysa á. 

Svo vel vildi til, að einn öflugasti umferðarlögregluþjónn landsins og í bifhjóladeild lögreglunnar, sem hét Sigurður Ágústson, en var af einhverjum ástæðum alltaf kallaður Siggi Palestína áttaði sig á því, að leita yrði annarra leiða en refsinga til þess að koma skikki á þessi mál. 

Hann gekkst fyrir því að stofnaður var sérstakur vélhjólaklúbbur, "Elding", sem strákarnir gátu gengið í, og var nokkurs konar bifhjólaíþróttafélag og raunar langfyrsta akstursíþróttafélag landsins. 

Í klúbbnum voru stundaðar æfingar í sandgryfjum, þar sem strákarnir fengu útrás fyrir fjör sitt og félagsskap.   

Hann var þekktur fyrir að vera strangur, fastur fyrir og röggsamur, en hugsunin var kannski svipuð og hjá þekktasta hnefaleikadómara síðari ára, Joe Cortes, sem ávarpaði keppendur með því að segja: "I´m firm, but I´m fair";  "ég er strangur en ég er sanngjarn." 

Siggi Palestína var áberandi í bæjarlífinu á sínum tíma og væri verðugt verkefni fyrir einhvern háskólamann að afla upplýsinga um hann hjá þeim, sem enn eru á lifi og muna eftir stórmerku starfi þessa framtakssama lögreglumanns og brautryðjanda.   

 


mbl.is Haldlögðu vespu og höfðu samband við foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður Emil Ágústsson hét hann.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1399704/

sigurður (IP-tala skráð) 2.9.2020 kl. 22:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þetta. Ég giskaði sem sagt rétt á föðurnafnið og laga setninguna, sem athugasemdin er við. 

Ómar Ragnarsson, 2.9.2020 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband