"Hvíta gullið" + koffein upplegg í faraldur.

Hvítasykur og koffein voru meðal þeirra vörutegunda, sem kallaðar voru nýlenduvörur fram eftir síðustu öld og ruddu sér til rúms þegar Evrópuþjóðir lögðu nýlendur undir sig í Asíu og Afríku. 

Svo eftirsóttur var sykurinn og verðmætur, að hann hlaut viðurnefnið "hvíta gullið" hjá sumum þjóðum.  

Kaffið er ekki eina varan, þar sem hvítasykri og koffeini er blanað saman, heldur kom ný aðferð til sögunnar með tilkomu kóladrykkja á borð við Coca-Cola og Pepsí.  

Á tímabili á siðustu öld var þar að auki selt Jolly Cola og Spur Cola hér á landi.

Þegar Bandaríkjaher kom til Íslands gaf það innreið Coca-Cola byr undir báða vængi, enda eignaðist drykkurinn fulltrúa í stjórninni!  

Forstjóri Vífilsfells, verksmiðju Coca-Cola á Íslandi, Björn Ólafsson, varð ráðherra í utanþingsstjórninni 1942 til 44, og var sú stjórn stundum kölluð Coca-Cola stjórnin. 

Coca-Cola hefur gert tilraunir með að selja koffínlaust kók og sykurlaust kók, og misheppnaðist tilraunin fyrirsjáanlega með koffínlausa kókið; það var ekkert varið í það, vantaði "kikkið." 

Skár hefur gengið með að nota gervisykur, sem er hitaeiningalaus, en fyrir þann, sem drekkur slíkt að staðaldri er það dýrð og dásemd að komast í aðstæður, þar sem aðeins er hægt að fá "the real thing."   

Margir hafa varað við hinni skæðu blöndu, hvítasykur og koffín, sem upplegg í einhvert skæðasta heilsuböl 21. aldarinnar. 

Hámark bölsins, sem felst í mikilli fitusöfnun, var valið á miðjum sjötta áratugnum í "þjóðarréttinum kók og prins", þar sem kexið var með tíu sinnum fleiri hitaeiningar í hverjum 100 grömmum en kókið. 

Súkkulaðineysla jarðarbúa er nú svo mikil, að rætt er um að eftir tiltölulega fá ár, mun  kakóframleiðsla heims hvergi nærri anna eftirspurn.   


mbl.is Sykur getur verið meira ávanabindandi en kókaín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég spyr eins og maðurinn sem vildi vita hvar saltfiskur væri veiddur, voru nýlendurnar búnar að vera nýlendur lengi þegar Evrópuþjóðir lögðu þær undir sig? Mér var nefnilega kennt að Evrópuþjóðir hafi lagt undir sig lönd og ríki og gert að nýlendum sínum.

Það er vinsælt að tengja eins og sykur=hvítt gull, olía=svart gull, síld=silfur hafsins, fallegir staðir=perlur Íslands, úlfaldi=skip eyðimerkurinnar og Nissan Qashqai=Nissan cash cow vegna góðrar sölu.

Margir hafa varað við hinni skæðu blöndu, hvítasykur og koffín, sem upplegg í einhvert skæðasta heilsuböl 21. aldarinnar. Veip, fjölónæmar bakteríur, hnattræn hlýnun, geðsjúkdómar, unnin matvara, kyrrseta, spjaldtölvur, 5G og streita eru einnig meðal þess sem margir hafa varað við. Það er margt sem er talið upplegg í eitthvert skæðasta heilsuböl 21. aldarinnar, hvað það verður og hvort við lifum að sjá það er annað mál. Njótum meðan við getum.

Vagn (IP-tala skráð) 5.9.2020 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband