Og blásandi handþurrkarar þyrla bakteríum upp.

Það lítur út fyrir að það séu nýjar fréttir að tvöfalt sinnum fleiri bakteríur séu á skurðarbretti en á klósettsetu. 

Það minnir á frétt fyrir nokkrum árum um það, að nákvæm rannsókn hafi leitt í ljós, að þegar fólk notar blásara til að þurrka á sér hendurna í klósettferð, þyrlist bakteríurnar upp.

Mun betri árangur náist með því nota pappírsþurrkur.  

 

 


mbl.is 200% meira af bakteríum en á klósettsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru margir sem halda að bakteríur séu hættulegar, flestar eru skaðlausar eða gagnlegar. En að hræða fólk selur, og hvað eiga fjölmiðlar að gera þegar ekki má lengur vera með fáklæddar stelpur á forsíðu?

Hvort það sé hægt að tala um betri árangur þegar pappír er sóað frekar en að hrista upp nokkrar bakteríur er umdeilanlegt, nema tilgangurinn sé að auka mengun og sóun í heiminum.

Vagn (IP-tala skráð) 5.9.2020 kl. 19:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á flugi frá Akureyri til Reykjavíkur fyrir um 30 árum sat Karl Kristjánsson, einn af helstu sérfræðingum okkar um bakteríur og veirur og sagði ógleymanlega setningu við mig, þegar talið barst að nýfenginni menntun hans þá: 

"Það eru fleiri bakteríur utan á þér og inni í þér en nemur fjölda allra frumanna í líkama þínum, og án þeirra getur enginn lifað." 

Ómar Ragnarsson, 5.9.2020 kl. 21:57

3 identicon

Stærðir sem þessi koma oft á óvart, ekki síst þeim sem ekki hafa menntun í þessum fræðum. Annað dæmi: Lengd DNA þráðsins í frumum mannslíkamans er 150 milljarðar km. Sirka 1000-sinnum fjarlægðin á milli Jarðar og Sólar (152 milljón km).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.9.2020 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband