Góð frammistaða, en mjög vafasamur dómur tók mark af Englendingum.

Sigur Englendinga yfir góðri leiðsheild íslenska landsliðsins var naumur. Þetta var einn af þessum leikjum, þar sem þrátt fyrir að annað liðið væri mun meira með boltann gat sigurinn fallið á hvorn veginn sem var. 

Íslenska liðið getur borið höfuðið hátt og hefur glettilega góðum efnivið úr að spila við kynslóðaskipti. 

Getur með svipaðri frammistöðu velgt hvaða landsliði, sem er, undir uggum. 

Englendingar voru þó nær sigri en Íslendingar, og má nefna, að Harry Kane skoraði að þvi virtist fyllilega löglegt mark snemma í fyrri hálfleik, því að við endursýningu var ekki annað að sjá en að Kane hefði verið réttstæður, þegar boltanum var spyrnt. 


mbl.is „Erfitt að brjóta Ísland á bak aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband