Tæknilega hægt að aka Demantshringinn á 6 klst með 200 kr. orkukostnaði.

Svo skemmtilega vill til að í gær var farin reynsluferð á rafknúnu léttbifhjóli af gerðinni Super Soco LUx frá Reykjavík til Selfoss og til baka aftur á 2 klst 45 mínútum og bæta 22 kílómetrum við til að finna út drægni hjólsins á einni hleðslu, sem reyndist vera 132 kílómetrar.Léttfeti Selfossi 5. 

Það er álíka drægni á þessu 300 þúsund króna rafhjóli og var á fyrstu kynslóðinni af Nissan Leaf. 

Forsendan fyrir því að komast langar vegalengdir án hleðslu á svona hjóli er að hægt sé að nýta sér þann nýja möguleika þeirra að vera með útskiptanlegar rafhlöður. 

Þetta hjól og flest önnur þau nýjustu af svipaðri gerð erlendis, er með slíkar rafhlöður. Léttfeti.   Rafhlöður farangursbox

Ein aðferðin við það væri að á helstu áningarstöðum fyrir ferðamenn væru umboðin fyrir hjólin með rafhlöður til leigu, líkt og gerist með gaskúta.  

Erlendis eru hins vegar til kerfi sjálfsafgreiðsluskiptikassa, þar sem hægt er að skipta út tómum rafhlöðum fyrir fullar á innan við 10 sekúndum og borga mjög vægt skiptigjald og auðvitað hið öfurlága orkuverð, en svona hjól eyðir fimmfalt minni orku en rafbíll. 

Í ferðinni í gær voru tvær aukarafhlöður hafðar með í farangurskassanum aftast á hjólinu, auk tölvu, myndavéla og annars langferðabúnaðar, sem síðuhafi hefur venjulega með sér á langferðum.  

Það var eindæma veðurblíða í gær, eins og myndir hér á síðunni eiga að sýna, og ekki amalegt að njóta veðurblíðunnar og útiverunnar. Super Soco Cux Hellisheiði 

Það fer talsvert eftir hraða svona hjóla, hvað þau eyða miklu rafmagni. Ódýrustu hjólin eru með 45km/klst hraðatakmörkun í sambærilegum flokki og 50cc hjól fyrir þennan hraða, en líka er hægt að hafa þau flokki ofar, samsvarandi 125 cc, og með 65 til 90 km hámarkshraða.  

Þá eru hjólin kraftmeiri og allt að tvöfalt dýrari, og tryggingar og fleira verður dýrara. 

En þó margfalt ódýrara en rafbílar. 

Dæmi um slík hjól er eitt, sem er að koma á markaðinn erlendis, Super Soco CXp, sem nær meira en 90 km/klst hraða, er heldur stærra og hefur möguleika á mun meiri drægni en Super Soco CUx og myndi líklega kosta 7-800 þúsund krónur. 

Gullni hringurinn er um 230 km langur, og ferðin í gær var farin til að sannreyna hvort hægt væri að fara á einni hleðslu á þessu 300 þús króna hjóli (farangurskassi meðtalinn) upp í Borgarnes og til baka, austur á Selfoss fram og til baka og suður í Reykjanesbæ fram og til baka; en nýta 132 km drægnina til að fara á einni hleðslu Frá Reykjavík upp í Norðurárdal í Borgarfirði, og frá Reykjavík til Geysis og Gullfoss eða austur fyrir Hvölsvöll allt austur undir Eyjafjöll. 

Það er svo sem engin neyð á ferðum, þótt rafaflið klárist í svona ferðum, því að auðvelt er að setja rafhlöðurnar í samband við venjulegt heimilisrafmagn hvar sem er, en tekur að vísu 6 klst að hlaða tóma rafhlöðu upp í topp. 

  


mbl.is Demantshringurinn loks opnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tæknilega hægt að aka Demantshringinn á 2 klst í bíl fyrir 200 kr á mann. Og hvers virði eru þá hinar 4 klst, hvort sem er með fjölskyldunni eða sem vinnustundir? Og ef tíminn skiptir ekki máli þá má eins labba hringinn frítt á nokkrum dögum.

Frá upphafi hefur "hagkvæm til ferðalaga" aldrei virkað til að afla hjólum vinsælda og auka sölu. Aðrar skemmtilegri hvatir og tilfinningar hafa þar reynst betur.

Vagn (IP-tala skráð) 6.9.2020 kl. 20:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orkukostnaður 4 sæta rafbíls er 4 krónur á kílómetra, eða 1000 krónur á Demantshringnum. 

Það gera 250 krónur á sæti. Ef tveir eru í bílnum, er kostnaðurinn 500 krónur á Demtantshringnum. 

Í flestum ferðum úti á þjóðvegum eru aðeins tveir á ferð og mjög oft bara einn. 

Þú gleymir því að hjólið er með tvö sæti, þannig að orkukostnaðurinn á Demantshringnum er 100 kr á mann ef setið er í báðum sætum. 

Flestar langferðir sonar míns í Brussel í sumarleyfum, sumar þúsundir kílómetra, fara hann og kona hans saman á vélhjóli. 

Það "labbar engir hringinn frítt" á nokkrum dögum, nema að svelta sig örmagna. 

Ómar Ragnarsson, 6.9.2020 kl. 21:11

3 identicon

Og ef þú færð þér kaffi og kleinu á þessum 6 klst á hringnum hækkar þinn kostnaður.

Ég er nokkuð viss um að rafhjól verður ekkert eftirsóknarverðara við tilhugsunina um að með farþega á bakinu kosti það bara 100 kr á mann að sitja 6 klst á því. Eins viss og ég er um það að sonur þinn keypti ekki vélhjól til að spara einhverjar evrur á ferðalögum.

Vagn (IP-tala skráð) 6.9.2020 kl. 22:29

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar 6 klukkustundir eru yfirleitt á milli máltíða, þarf enga næringu í hringnum. 

Öðru máli gegnir um "nokkra daga" t.d. þrjá daga, sem eru samtals 72 klukkustundir.

Ómar Ragnarsson, 6.9.2020 kl. 23:12

5 identicon

Þú brennir orku þessar 6 klst.

Vagn (IP-tala skráð) 6.9.2020 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband