Skógrækt er göfugt vandaverk.

"Þá var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru."  Þessi grunnsetning um það land, sem landnámsmenn tóku í fóstur og fengu að láni frá afkomendum sínum, segir allt um það, hvernig landsmenn léku síðan landið næstu ellefu aldirnar, þegar þessu viði vaxna landi var eytt. 

Ýmsar afsakanir hafa verið uppi, svo sem að eldgos og harðnandi árferði eigi þar langmestan þátt. 

En eldgos, að meðaltali fleiri en tuttugu á hverri öld, og mörg hver með miklu öskufalli og hamfaraflóðum, höfðu verið í landinu í þau ellefu þúsund ár, sem liðin voru frá síðustu ísöld, án þess að gróðureyðing hefði nokkru sinni verið neitt í líkingu sem hún varð eftir að búseta kom til. 

 

Nú er yfirleitt aldrei farið rétt með grunnsetninguna, heldur alltaf sagt: "Landið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru, en í íslensku máli er mikill munur á skógi og viði. 

Viður spannar gróður allt frá víði til skóga á borð við Bæjarstaðaskóg, Vaglaskóg og Hallormsstaðaskóg. Helstu íslensku skógartrén eru birki og reynir. 

En í stað þess að vanda vel það göfuga starf, sem ræktun gróðurs er, virðist sums staðar runnið á stjórnlaust æði í þeim efnum að endurorða setninguna frægu og heimta helst alls staðar sem risavöxnust tré. DSC00391

"Í upphafi skyldi endinn skoða" segir máltækið, en risa aspir og önnur erlend barrtré, sem umturna bæði neðan og ofan jarðar út um allt, sýna litla fyrirhyggju.  

Erlend barrtré ofan í gíg Sandeyjar á Þingvallavatni; fögur klettabelti í Stafholtstungum í Borgarfirði, sem verið er að drekkja í hávöxnum skógi, og ótal fleiri svipuð dæmi um fyrirhyggjuleysi blasa víða við. DSC00388

Á myndunumm sést hvernin hin hávöxnu tré eru á hraðri leið með að drekkja klettabeltunum, sem áður voru ein helsta prýðin við hina fjölförnu leið, einkum á fögrum og björtum sumarkvöldum. 

Það eru ærin verkefni að vinna í skógrækt og af nógu að taka, þótt reynt sé að vanda vel til verka á þann hátt sem sæmir jafn göfugu starfi og skógræktin er. 

Vigdís Finnbogadóttir er eitt áhrifamesta nafnið í sögu skógræktarinnar og það er ástæða til að leggja hlustir við, þegar hún er farin að segja aðvörunarorð og hvetja til vandvirkni.  

 

 

 


mbl.is Ösp er til ama og gangstétt gúlpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband