Síbería er þriðjungi stærri en Bandaríkin, 140 sinnum stærri en Ísland.

Síbería er þriðjungi stærri en öll Bandaríkin, 140 sinnum stærri en Ísland. 

Þar er langstærsta sífrerasvæði heims.DSC00752

Fá landsvæði geta haft jafn mikil áhrif á loftslag á jörðinni.

Allt er stórt, meðaltals loftþrýstingur þar er sá hæsti á jörðinni yfir vetrartímann. 

Næst hæsti loftþrýstingurinn er hæðin yfir Grænlandi, sem ásamt mestu lægð veraldar fyrir suðvestan Ísland að vetralagi, gerir svæðið suðvestur af landinu eitt hið vindasamasta á jörðinni um háveturinn.  

Undanfarin misseri hefur mikil hlýnun loftslags átt sér stað í Síberíu og margir mánuðir verið 3-4 stigum hlýrri en í meðalári.   Síberíufreri.DSC00753 

Þetta er farið að hafa þau áhrif að sífrerinn, sem enginn hefur þurft að hafa áhyggjur af til þessa, er farinn að bráðna í stórum stíl. 

Við það losnar um kolefnislofttegundir, "gróðurhúsalofttegundir, sem stíga upp í lofthjúpinn og geta haft slæmar afleiðingar fyrir loftslagið á jörðinni. 

Fyrirbrigðið er alveg nýtt og nær aldrei minnst á það fyrr en nú, enda hefur minnkun Amazon skóganna verið aðaláhyggjuefni vísindamanna.

En hin mikla hlýnun og þiðnun á þessu meginsvæði stærsta ríkis heims er réttilega byrjuð að vekja athygli. 

Enn er þó harðsúinn hópur manna sem þrætir fyrir hlýnunina og segja að myndir, svo sem af 86 metra djúpum hraðvaxandi þiðnunargíg og bráðnandi bíl í Ástraliu, frásagnir og mælingar séu allt saman uppspuni og lygar.  

Ef einn mánuður er 0,1 stigi kaldari í Reykjavík en í meðalári síðustu 20 hlýju ár, er það túlkað sem órækara vitni um kólnun lofthjúps jarðar en 4 stiga hlýrri mánuðir í Síberíu, 140 sinnum stærra landi. 

Þykjast þeir vita betur en heimamenn í Síberíu um málið, og að það, sem falsaðar myndir og mælingar gefi til kynna, séu áróður og rugl 40 þúsund fífla í París."


mbl.is Stór landsvæði í Síberíu að þiðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sífreri Síberíu geymir gífurlegt magn af metani, sem er u.þ.b. 20X virkari gróðurhúsalofttegund heldur en CO2. Það losnar úr jarðveginum við þiðnun hans og fer út í andrúmsloftið.

Metan er einnig víða bundið í setlögum á hafsbotni. Þegar höfin hlýna, þá aukast líkur á að það losni úr læðingi með sömu afleiðingum.

Þetta getur valdið keðjuverkunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.9.2020 kl. 23:06

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er engin að mótmæla hlýnun. En það er ekki sama og að samþykkja ástæðuna sem menn eru að alhæfa um.Sólin er máttug og getur breytt geislun sinni án okkar tilstilli..

Halldór Jónsson, 20.9.2020 kl. 00:52

3 identicon

hlýnun af náttúrunnar völdum eða manna þegar lengsta stöðugleikatímabil jarðarinnar hefur staðið í þusundir alda er kannski kominn tími á breitíngar hver veit en varla er það af mannavöldum ósonið hvarf og kom aftur bara til að opnast á nýjum stað því ósoneiðandi hefum fækkaði ekki ef slík efni voru til á annað borð 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.9.2020 kl. 08:57

4 identicon

Það er fjarri lagi að það hafi verið stöðugleikatímabil í loftslaginu í þúsundir ára, það eru ekki nema rétt rúmlega hundrað aldir síðan það var ísöld!

Það er alþekkt að túndra þiðni og frjósi á víxl alveg ein og ís, jafnvel frekar. Þannig hafa rústirnar á mynd 2 einmitt orðið til. Eins myndi enginn gróður vaxa á túndru ef efsta lagið myndi ekki þiðna á sumrin.

 

El lado positivo (IP-tala skráð) 20.9.2020 kl. 11:15

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Enginn að mótmæla hlýnun"? Ég veit ekki betur en að fram að þessu hafi verið skrifaðir fjöldi bloggpistla um stækkun jökla hér á landi og á Grænlandi og kólnandi veður síðustu mánuði. 

Ómar Ragnarsson, 20.9.2020 kl. 12:31

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki svo erfitt að komast að því að hvaða marki geislun sólar hefur áhrif á hlýnun. Og það er heldur ekki svo erfitt að komast að því hver áhrif gróðurhúsalofttegunda eru. Ég held að menn séu mestan part með þetta nokkurn veginn á hreinu. 

Hver er annars munurinn á því að telja það rök gegn hlýnun ef það snjóaði í gær og hinu að telja það rök fyrir útgöngubanni að einhver var slappur í nokkra mánuði eftir að hafa fengið flensu?

Í báðum tilfellum er alhæft út í bláinn út frá einstöku tilviki. Hvers vegna í ósköpunum ræður ekki skólakerfið við að ala fólk þannig upp að það láti ekki sífellt blekkjast af þvílíku þvaðri?

Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2020 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband