"Mannúðarsjónarmiðin" komu frá Sameinuðu þjóðunum.

Meðferðin á Khedr-fjölskyldunni braut æ meira í bága við mannúðarsjónarmið, sem ratað hafa í íslenska löggjöf í gegnum aðild okkar að Sameinuðu þjóðunum. 

Málið er ekkert einstakt hér á landi, því að fyrir Heimsstyrjöldina síðari var "óæskilegu" flóttafólki vísað úr landi héðan, svo sem barnafjölskyldu árið 1937. 

Fjölskyldan var Gyðingatrúar, og Gyðingar voru ofsóttir á þeim tíma sem ógnvaldar gagnvart öllum öðrum, "gyðinglegur bolsévismi í Sovétríkjunum og gyðinglegir heimsvaldasinnar í Bandaríkjunum. .  

Og rétt fyrir stríðið fengu norskir skógarhöggsmenn landvistarleyfi hér á sama tíma og margir hámenntaðir Gyðingar fengu það ekki.   

Að undanförnu hefur verið mikið skrifað hér á blogginu um nauðsyn svipaðra vinnubragða núna gagnvart "óæskilegu" flóttafólki og þess krafist að aðeins fái hér landvist hvítt og kristið fólk úr svipuðu umhverfi og er hér á landi, bæði landfræðilega og menningarlega. 

Í stað þess að veita þeim landvist, sem verst hafa verið leiknir svo sem í Sýrlandi og fleiri Arabalöndum, og nú síðast Venesuela, líkna þar sem neyðin er stærst, eigi að finna einhverja í kristnum löndum og þekkilegri. 

Með því að gera slíkt að aðalreglu er beðið um að láta ástæður þess, að þetta flóttafólk flosnaði upp engu skipta, heldur eigum við gefa okkur það að það sé sent hingað af múslimskum hryðjuverkasamtökum til þess að fremja hér valdarán af grófasta toga. 

Svo langt hefur verið gengið í þessum skrifum, að krefjast þess að Helga Vala Helgadóttir, Magnús Norðdal og fleiri verði tafarlaust handtekin og hneppt í gæsluvarðhald vegna aðildar sinnar að málinu.  

 


mbl.is Khedr-fjölskyldan fær dvalarleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sagðist Magnús Davíð Norðdahl aðspurður ekki vita hvar fjölskyldan héldi sig? En sagðist svo í útvarpinu hafa verið fljótur að hringja í hana með góðu tíðindin þegar þau bárust.

Fyrirmyndar lögmaður? 

Er hægt að afla upplýsinga um feril fjölskylduföðurins?

Er hann ekki að flýja fortíð sína?

Eða er hann bara eintómur gúddý-gæ en ekki gangster?

Halldór Jónsson, 24.9.2020 kl. 21:46

2 identicon

Sæll Ómar.

Ætli menn ekki að fara að lögum
í þessu landi en stjórnast af tilfinningum
í úrskurðum sínum þá eiga þeir að segja það
svo allur lýður fái meðtekið og heyrt.

Þá er ekkert vesen með það eftirleiðis!

Húsari. (IP-tala skráð) 24.9.2020 kl. 21:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað er svona agalegt við fyrirbærið "tilfinningar"? Það er heldur betur verk fyrir höndum, ef útrýma á öllum lagagreinum á Íslandi, sem fjalla um  tilfinningar, svo sem sársauka og vanlíðan. Mannúðarsjónarmiðin sem koma fram í umræddri löggjöf eru alveg jafn gildar ástæður fyrir lögum og peningar, þótt margir virðist halda annað. 

Og hvaðan kom sú vitneskja að það sé sönnun þess að Magnús Norðdal hafi vitað um dvalarstað fjölskyldunnar, að hann hafi hringt í hana eftir að úrskurðurinn var felldur?  

Undratækið sími virkar nefnilega í báðar áttir þannig að Magnús gat hafa fengið upphringingu frá fjölskyldunni eða vitorðsfólki hennar varðandi það símanúmer, sem hann gæti hringt í. 

Á grundvelli hvaða sannana er hægt að fullyrða um "sekt" Magnúsar, Helgu Völu og fleiri þannig að það hefði átt að handtaka þau strax og láta þau sæta gæsluvarðhaldi með tilheyranndi yfirheyrslum í meira en viku?

Ómar Ragnarsson, 24.9.2020 kl. 22:39

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Magnæus sagði að hann hefði ekki beðið með að hringja í fjölskyldubna með gleðitíðindin.Ekki að þau hefðu hringt í sig fyrst

Halldór Jónsson, 24.9.2020 kl. 22:50

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Er þetta endanlegt dvalarleyfi frá æðsta dómsstigi?

Hver er fortíð þess manns?

Halldór Jónsson, 24.9.2020 kl. 22:51

6 identicon

Sæll Ómar.

Þessi gleðifrétt hefur reyndar ekki verið staðfest
af einum né neinum.

Af hverju er það?

Húsari. (IP-tala skráð) 24.9.2020 kl. 23:05

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst það áhyggjuefni þegar trúarbrögð fólks eða uppruni eru sjálfkrafa orðin að tilefni til að fordæma það og vilja því illt. Það eru alltof margir sem tala um múslima nú á sama hátt og talað var um gyðinga fyrir áttatíu árum. Og þetta er jafnvel sama fólkið og heldur ekki vatni af hneykslan yfir framferði þeirra sem ofsóttu gyðinga, sem ofsækir nú múslima af nákvæmlega sömu þröngsýninni, fáfræðinni og illviljanum.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2020 kl. 23:14

8 identicon

Ekki er hægt að bera saman flóttamenn sem komu frá Evrópu, jafnvel þótt gyðingatrúar væru, við þá sem koma frá Arabalöndum, með allt aðra siði og menningu.

Egyptinn, Hamed Abdel-Samad, var á unga aldri í Múslímska bræðralaginu. Hann fluttist til Þýskalands fyrir 25 árum og þar opnaðist honum nýr heimur sem gagntók hann.

Því miður er hann undantekning frá reglunni, flestir sitja rótfastir í arabískum siðvenjum heimahaga sinna.

Vonandi farnast þessari egypsku fjölskyldu  vel.

Hamed Abdel-Samad:                 The case against the Prophet | DW News               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.9.2020 kl. 23:55

9 identicon

Jeg hef heyrt að það sé til eitthvað sem heitir "farsími".

Þá á víst að vera hægt að hringja í einhvern án þess að vita hvar hann er staddur!

SH (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 09:13

10 identicon

Eins og það skipti einhverju máli hvort Magnús Norðdal hafi vitað um dvalarstað Khedr fjölskyldunnar. Kjánalegt tuð, en svo einkennandi fyrir marga innbyggja. Ég óska fjölskyldunni frá Egyptalandi til hamingju, en einnig, og ekki síður, ísl. þjóðinni. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 09:21

11 identicon

Sæll Ómar.

Von var að þér væri efst í huga orðið einstefna
því einugis eru það tveir aðilar
sem flytja fréttir af máli þessu, lögmaður fjölskyldunnar og RÚV
en ekkert heyrist frá þeim sem með það fara.

Af hverju skyldi það vera? Er ekki rétt farið með?

Húsari. (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 11:03

12 identicon

Õmar, þeir sem tala með þeim hætti sem þú gerir verða að gefa upp sín þolmörk gagnvart flóttafólki. Hver eru þín þolmörk?  100, 1000, 10000, 100000, 1000000?

Þín manngæska gæti, ef eftir gengi í hvert skipti sem tilfinningar þínar bæru þig ofurliði, orðið til þess að íslendingar myndu sækja um hæli í Eyptalandi þegar lífsgæði hér verða õbærileg.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 14:31

13 identicon

Bjarni (14:31). Engin þolmörk gagnvart fólki í neyð. Hinsvegar gagnvart mannvonsku og heimsku.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 14:53

14 identicon

Haukur, það eru miljarðar manna í neyð og þù villt taka við þeim öllum af því í þér býr hvorki mannvonsk né heimska?  Þér hefur allavega tekist að sanna í þér býr mikið af heimsku.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 15:14

15 identicon

Þessi dómsmálaráðherra nefna ætti að hugleiða hvernig ferill Unnar Brár Konráðsdóttur endaði í pólitík!

 

El Acróbata (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 16:16

16 identicon

Sæll Ómar.

Fágæt gullkorn
er  að finna í dag á bloggsetri
Jóns Magnússonar, lögmanns:

"

Í gær ákvað ríkisstjórn Íslands með dómsmálaráðherra í broddi fylkingar, að slíta í sundur lögin og ganga á hagsmuni fólksins í landinu, með því að virða hvorki lögin né eigin ákvarðanir og láta undan ofbeldisfólki og lögbrjótum. 

Skilaboðin sem ríkisstjórnin sendir borgurum þessa lands og  heimsbyggðinni eru skelfileg."

Hvet alla til að lesa þessa mögnuðu færslu
Jóns lögmanns Magnússonar.

Húsari. (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 16:21

17 identicon

Hér er einnig önnur frábær setning úr öðrum pistli Jóns Magnmússonar (frá 8.9.2020).

"Skyldi endalaust vera hægt að blekkja fólk til fylgis við málstað kerfisbundins smygls á ólöglegum innflytjendum til landa Evrópu á þeim grundvelli að um mannúðarmál sé að ræða?".

El Acróbata (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 17:39

18 identicon

Jón Magnússon er banal rasisti. Því ekki aðeins ílla innrættur, en einnig heimskur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 18:43

19 identicon

Ég er að velta því fyrir mér, hvar á greindarskalanum Haukur Kristinsson muni standa.

Ég geri mér enga grein fyrir því og ég myndi engum treysta til þess að meta það nema Hauki sjálfumkiss.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 23:40

20 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held nú meira upp á Jón Magnússon en þennan Hauk af fenginni reynslu af hans sjónarmiðum sem eru oftar en ekki furðuleg í mínum augum.

Halldór Jónsson, 26.9.2020 kl. 01:12

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vissuð þið að fólk sem fyrst tryggir sér leyfi til að setjast hér að, áður en það kemur hingað, lendir aldrei í því að vera "sent til baka"?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2020 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband