Afturábak um sjötíu ár?

Það þarf sennilega að fara afturábak um sjötíu ár til þess að finna jafn litla flugumferð til og frá Íslandi og er nú um Keflavíkurflugvöll. 

Flugvöllurinn var á þeim tíma mest notaður til flugs yfir Atlantshaf og Bandaríkjamenn töldu sig þurfa það örugga aðstöðu þar vegna herja sinna á meginlandi Evrópu, að um það var gerður sérstakur milliríkjasamningur, Keflavíkursamningurinn svonefndi 1946.

Millilandaflug Íslendinga var stundað frá Reykjavíkurflugvelli, því að á þeim tíma komust Douglas DC-4 vélar og seinna Vickers Viscount og DC-6B vélar vel af með brautir allt niður í 1500 metra langar. 

"Nú er hún Snorrabúð stekkur" orti Jónas Hallgrímsson um Alþíngi hið forna. 


mbl.is Nánast öllum flugferðum aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband