Trump var sólbrúnni og sællegri, en sígjammandi og frekur.

Stjórnandi kappræðnanna í kvöld þurfti margoft að minna forseta Bandaríkjanna á þær reglur um einvígið, sem höfðu verið samþykktar af báðum aðilum fyrirfram.  

Engu að síður var Trump svo ágengur að meira að segja þegar báðir áttu að fá tvær mínútur alveg út af fyrir sig í lok hvers málaflokks, óð hann fram með frekju og yfirgangi og gjammaði á stundun stanslaust frammi í fyrir Biden. 

Lægst komst hann í að hjóla í manninn en ekki málið með því að núa honum því um nasir, að sonur hans hefði fyrr á árum átt við fíkniefnavanda að stríða og þurft að fara í meðferð. 

Biden átti í vandræðum með að komast að til að svara þessari lágkúrulegu árás, en tókst þó að komast í beint augnsamband við sjónvarpsáhorfendur til að segja þeim að kosningarnar snerust um bandarísku fjölskyldurnar og foreldra heima en ekki um eintök einkamál sona og dætra fyrir löngu. 

Síðuhafi sá kappræður Kennedys og Nixons 1960 og hrökk svolítið við að sjá svipaða sjón, sólbakaðan og brúnan Trump og fölleitum Biden. Það hefði mátt farða Biden meira. 

En Biden vann það upp að mestu með yfirvegaðri framkomu en hefði samt þurft á örlítið meiri ákveðni og hikleysi að halda. 

En það er ekkert auðvelt að eiga við frekjuhund eins og Trump og í heildina tekið slapp Biden betur frá þeim átökum en búast hefði mátt við. 


mbl.is Fyrstu kappræður Trumps og Bidens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Tek undir það að Biden slapp mun betur frá
þessu en ætla hefði mátt
og sem slíkt féll þetta að jöfnu.

Eftirtektarvert var að Biden virtist vera með flest
ef ekki öll svörin tilbúin um leið og hann svaraði
og hversu hvað féll að öðru, spurningar og lesskjárinn
sem hann las af. Þar skeikaði engu.

Farði hefði svo sem ekki skilað miklu, maðurinn er allur
veiklulegur útlits og málrómurinn og öll framkoma eftir því.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.9.2020 kl. 07:49

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég var mikið að spá í hvert Biden sýndi einhver veiklunarmerki en ég varð hissa að verða ekkert var við slíkt. Maðurinn sýndist alveg klár á hlutunum og hann beitt persónutöfrum sínum og langri stjórnmálaþjálfun við áhorfendur þegar Trump var sem verstur. Satt að segja ofbauð mér gjammið í honum frammí.

Halldór Jónsson, 30.9.2020 kl. 13:10

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

þátttastjórnandin Chris Wallace klúðrað þessu bara algrelega sjálfur með því að birja þáttin á að fara sjálfur að rökræða við Trump um Obama-care. 

Spurningin Wallace var af gerðinni, ertu hættur að lejmja konununa þína og Trump gat í reynd ekki svaraðs henni án þess leirétta Wallace.

https://youtu.be/Sxo-_wDG9Sk?t=462

Eftir það atriði það var þetta bara búið.

Guðmundur Jónsson, 1.10.2020 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband