Endalausar ekki-Teigskógarmyndir í meira en 15 ár.

Í allri hinni löngu deilu um Teigsskóg hefur þess verið nánast kyrfilega gætt af fjölmiðlum að forðast að birta mynd af skóginum, heldur ævinlega birtar myndir af allt öðru.  Teigsskógur.Reynitré.

Nýjasta dæmið er á mbl.is nú um miðnæturskeið, þar sem fullyrt er að á meðfylgjandi mynd sé horft af veginum niður austanverðan Hjallaháls í átt að Teigsskógi,þótt raunar sé horft í öfuga átt, frá Teigsskógi, sem þar að auki er að bak við fjall í nokkurra kílómetra fjarlægð að baki ljósmyndaranum!

Sem dæmi um mynd, sem tekin er í hinum raunverulega Teigsskógi, er þessi, sem er hér á síðunni.

Á myndinni stendur Ólafur Arnalds, eini Íslendingurinn, sem hefur fengið Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs undir lundi reynitrjáa í Teigsskógi. 

Og hér er P.S. Í nýjustu uppfærslu RUV á frétt um Teigsskóg er mynd af vesturenda skógarins í stað þeirrar myndar, sem birtist þar fyrst. Er það vel.  

En þetta er undantekning þegar litið er yfir fjölmiðlaflóruna. Þeir tugir mynda sem hafa verið birtar í fjölmiðlum af svæðinu, hafa verið teknar skammt frá þjóðveginum um Hjallaháls, og á þeim myndum er skógurinn hinum megin við fjallshlíðina framundan!  

Ráðherrar hafa látið taka af sér myndir, þar sem þeir stilla sér upp á vegarslóðanum, sem liggur í átt að skóginum og hafa myndirnar átt að sýna, að þeir væru búnir að skoða skóginn. 

Úrskurðarnefnd umhverfismála notar það sem rök fyrir því að ruðst verði með trukkaveg í gegnum skóginn, að aðrar leiðir, sem komu til greina, liggi líka í gegnum lönd í einkaeigu.

Alveg dæmigert sjónarmið, þar sem náttúran og verðmæti hennar sem slíkrar er einskis metin rétt einu sinni enn. 

Og sjónarmiðin sem maður sér í athugasemdum virðast byggð á myndum, sem teknar eru utan skógarins og út frá þeim fullyrt að þetta séu "nokkrar kjarrhríslur."  

 

 

 


mbl.is Staðfestir ákvörðun um Teigsskóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband