Sumir, eins og Boris Johnson, verða mjög veikir, aðrir ekki.

COVID-19 virðist vera afar óútreiknanlegt fyrirbrigði, bæði hvað snertir smit, hvernig fólk verður veikt, og hve lengi og með hvaða einkennum veikin þróast. 

Þetta hefur valdið óvissu og miklum vangaveltum. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var á fjölmennum samkomum í nokkra daga í upphafi heimsfaraldursis í Bretlandi þegar hann smitaðist og varð í kjölfarið svo veikur, að hann lenti í öndunarvél í gjörgæslu, enda í mjög mikilvægu embætti. 

Hann komst í gegnum þetta og lærði af reynslunni, en margir hafa skoðað stefnu hans síðan með hliðsjón af þessari reynslu hans. 

Fullyrðingar Trumps í kappræðunum við Biden um að veikin smitist ekki utandyra og að þess vegna sé allt í lagi að þúsundir fólks þjappist saman á fjödafundum, sem hann hefur haldið, vöktu undrun margra, því að smitúði getur að sjálfsögðu alveg eins borist um útiloft með vindi eða golu eins og í lofti innandyra. 

Og tómir íþróttavellir og samkomustaðir víða um lönd segja ákveðna sögu.

Í kappræðunum velti Trump sér upp úr mismuninum á þétt skipuðum fjöldafundum sínum gagnstætt varfærinni stefnu Bidens í þeim efnum og gerði gys að, "það kemur enginn á þessa fundi, ekki nokkur maður", en tók með þessu áhættu sem hugsanlega gat hefnt sín. 

Hann hæddist að varfærni Bidens og gerði sérstakt grín að stórri grímu hans í einni af alls 71 frammíkalli af 90 í þættinum, sem leiddi til þess að stjórnandinn varð enn einu sinni að áminna hann um að fara eftir reglunum um kappræðurnar. 

Og fékk fyrir bragðið í hausinn þá ásökun Trumps að hann væri hlutdrægur og ynni með Biden. 

Í allt sumar hafa léleg heilsa og hugsanlegur stórfelldur ellihrumleiki Bidens verið eitt af helstu atriðum í málflutningi fylgismanna Trumps, og hafa þeir jafnvel talað um að hann sé svo langt leiddur að hann viti ekki hvar hann sé staddur né hvað hann heiti. 

Annað kom í ljós í meginatriðum í kappræðunum. 

Smitun forsetahjónanna bandarísku setur því forsetakosningarnar í það ástand, að enga hliðstæðu er að finna. 

Ein af ummælunum á Twitter um kappræðurnar voru þess efnis að í kappræðunum hefðu tekið þátt þrír menn, 72ja ára stjórnandi, 74 ára forseti og 77 ára áskorandi.

Þau voru sláandi, því að  allir þrír teljast vera í svonefndum áhættuhópi. 


mbl.is Trump-hjónin með COVID-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband