Eina von Trumps að hrista þetta af sér eins og kverkaskít?

Í nokkrar vikur í febrúar sagði Donald Trump að COVID-19 væri bara eins og hver önnur sára meinlaus kvefpest og hverfa eins og dögg fyrir sólu. 

Hægt að hreinsa hana burtu innvortis með hreinsilegi. 

Afar mismunandi áhrif veirunnar á fólk hafa valdið heilabrotum hjá sérfræðingum. Hraust ungt fólk hefur látist en sumt aldrað fólk sloppið furðu vel. 

Ein kenningin, sem velt var upp, var að það færi mjög eftir þvi hve mikið magn veirunnar bærist inn í fólk við smitun.  

Boris Johnson fór flatt á vanmati á veirunni strax á fyrstu dögum hennar, tók í hendurnar á hundruðum fólks á fjöldasamkomum og það kostaði hann að vera veikur og lítt vinnufær í mánuð. 

Hvað getur hafa gerst hjá Trump ef hann hefur trúað því sem hann sagði sjálfur í leðjuslagnum við Biden um að veiran smitaði ekki utanhúss? 

Ef Trump sleppur billega frá veikinni gæti það orðið eina von hans til að geta sagt hróðugur: "I told you so", "sagði ég ykkur ekki?"

Með því næði hann því, sem hefur verið hans aðferð alla tíð, að láta allt snúast um hann sjálfan. 

Dauði 200 þúsund Bandaríkjamanna myndi falla í skuggann af því hvernig ofurmennið hristi af sér þessa lítilfjörlegu óværu. 

Þennan möguleika ætti ekki að afskrifa. Ferill veirunnar hefur sýnt hve mikið ólíkindatól hún er á alla vegu. 


mbl.is Segir kosningarnar þær merkilegustu í sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trump er gamall en á bandarískan mælikvarða þá er hann grannur og hann hvorki reykir né drekkur ásamt því að hreyfa sig töluvert svo hann stendur þetta af sér. Eftirköst veirunar hafa verið gífurlega misjöfn svo ef til vill hættir hann bara af sjálfsdáðun, dregur sig í hlé af heilsufarsástæðum ósigraður.

Grímur (IP-tala skráð) 4.10.2020 kl. 03:35

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Þú talar um ólíkindatól, réttilega. Veiran er það.

En líka Trump.  Bara að svona furðufýr yrði forseti sannar það.  Alveg getur þetta dottið báðu megin fyrir hann hvað varðar kosningarnar. 

Æfisöguritari hans fullyrti hinsvegar ( sá ég á Sky) að ekkert myndi breyta honum sjálfum.  Ef hann sleppur lifandi eða sæmilega heill - finnst mér hann alveg við því að veiran lækki í honum rostann!   En er semsagt ólíklegt. 

P.Valdimar Guðjónsson, 4.10.2020 kl. 10:24

3 identicon

Líklega hefur engin manneskja í lifandi lífi fengið eins mikla umfjöllun og athygli og þessi heimski og því total ómenntaði Donald Trump. Enda nær allur heimurinn orðinn dauðþreyttur á þessu "asshole." Þvílíkur "contrast" á milli hans og hins sterk greinda og kúltíveraða Baracks Obama.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.10.2020 kl. 11:50

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trump hefur nú reyndar náð miklu meiri árangri í að stilla til friðar í heiminum en Obama, kannski af því að honum er nokkurn veginn sama um "military-industrial complex" liðið og hagsmuni þess. En sá árangur gerir hann ekki að neitt betri forseta varðandi innanlandsmálin.

Spái því að veiran hrökkvi af honum eins og vatn af gæs. Annað kæmi verulega á óvart.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.10.2020 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband