Vindorkuæðið er hafið, en allt skipulag og framtíðarsýn hefur vantað.

Tvenns konar virkjanaæði virðist nú vera í gangi hér á landi. Annars vegar streyma til Orkustofunar áform um 10 megavatta vatnsaflsvirkjanir í slíku tugatali, að samtals stefnir í orkuframleiðslu á við allar stórvirkjanirnar samanlagt á Þjórsár- Tungnaársvæðinu. 

Hins vegar er nú byrjaður enn stærri straumur um risa vindorkuver, sem samtals myndu skrúfa virkjanaaukninguna upp í fjórfalt meiri orku en fæst úr Þjórsár- Tungnaársvæðinu. 

Bæði þessi hamfaraflóð virkjana byggjast á því að alveg hefur láðst fram að þessu að huga neitt að því að hafa skynsamlegt skipulag og reglur tiltækt. 

Með innan við 10 megavatta virkjunum er komist hjá því að falla undir rammaáætlun. 

Það sýnir hina einhliða sýn á þær, að umhverfisáhrif eigi að meta og flokka eftir stærð túrbína en ekki eftir umhverfisáhrifum. 

Á sínum tíma komu til dæmis fram áform um virkjun Hverfisfljóts og umturnun Skaftáreldahrauns, en með svonefndri Hnútuvirkjun (enn eitt bullið, það á að virkja Hverfisfljót en ekki Hnútu) sem á að verða 9,3 megavött og búið að setja á skipulag hreppsins, er komist hjá öllu því sem þarf að sinna varðandi virkjanir, sem eru stærri en 9,9 megavött.  

Þegar búið verður að renna þessari virkjun í gegn, verður hugsanlega hægur vandi að halda áfram með að virkja fljótið í áföngum,  svo framarlega sem viðbótarvirkjanirnar verða ekki stærri en 9,9 megavött hver. 

Og allt er þetta gert með þeirri röksemd, að með því sé bætt úr raforkuskorti hjá almenningi. 

Samt eru núna framleidd um 200 megavött umfram það sem hægt er að selja. 


mbl.is Þórdís: Vindorkan væntanlega betri kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Vissulega er það nokkuð undarlegt að stærð túrbínu skuli ráða hvort virkjun þarf umhverfismat. Ætti þá ekki að kalla þetta túrbínumat? Og hvernig komust menn að þeirri niðurstöðu að 9,9 megavött væri hin heilaga stærð túrbínunnar?

Hitt er þó nokkuð ógnvænlegra, þ.e. vindmilluáaformin. Þar er engin stefna stjórnvalda til, alls engin. Stærðir þeirra mannvirkja eru á því leveli að fáir átta sig á samhenginu. Enda er það svo að bæði í fréttum og öllu kynningarefni um þessar ófreskjur eru birtar myndir af litlum vindmillum. Í viðhengdri frétt hjá þér eru myndir af vindmillum ofna Búrfells, en þær eru einungis þriðjungur af stærð þeirra vindmillna sem áætlaðar eru vítt og breytt um landið.

Sem dæmi eru vindmillur þær sem ætlaðar eru á Laxárdallsheiðinni, í landi eiginkonu  og föður barnamálaráðherra, sagðar eiga að vera nokkuð yfir 200 metra á hæð, lengd hvers viftuspaða um 75 metrar og í undirstöðuna þarf yfir 7.000 tonn af steypu! Svæðið sem um ræðir stendur í um 180 metra hæð yfir sjó, svo vifturnar munu ríflega tvöfalda þá hæð! Miðað við uppgefinn snúning slíkrar vindmillu og 75 metra langa spaða, mun hraði spaðana út á enda vera einhverjir hundruðir kílómetrar á klukkustund! Þarna skal reisa tæpa þrjá tugi slíkra ófreskja.

Miðað við yfirlýsingu ráðherrans og þær áætlanir sem þegar eru komnar að framkvæmdarstigi, er magnað að enn skuli ekki vera búið að mynda einhverja stefnu í þessu máli.

Það vekur hjá manni ugg!

Gunnar Heiðarsson, 6.10.2020 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband