Þegar allt snýst um Trump og milljón látnir verða að "falsfrétt".

Eins og virðist stefna í það, sem nefnt var sem möguleiki fyrir fjórum dögum, að COVID-19 veiki Bandaríkjaforseta myndi verða snúið upp í það, að dauði milljón manna og barátta enn fleiri í öndunarvélum yrði túlkað sem "falsfrétt" á þeim forsendum, að hreysti 74 ára ofurmennis, sem nú hefði líkamshreysti fimmtugs kraftaverkamenns afsannaði tilvist COVID-19 sem drepsóttar og heimsfaraldurs. 

Barátta Johnsons, forsætisráðherra Breta, upp á líf og dauða í öndunarvél, var þá eftir allt saman ein af milljónum falsfrétta. 

Hvað um það að Bandaríkjaforseti þurfti súrefnisgjöf og sérstakt steralyf gegn tilbúnum sjúkdómi sem var ekki neitt, neitt og bara "falsfrétt"?

Og er það svo, ai fyrir bragðið virðist þau liggja fyrir, úrslit forsetakosninganna, sem halda á eftir mánuð: Yfirburðasigur Trumps? 


mbl.is Trump útskrifast af sjúkrahúsinu í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trumpsi er ofurmenni. Við höfum nú þegar leðurblökumanninn og kóngulóarmanninn. Nú höfum við fengið veirumanninn. Ofurhetjur eiga sér tryggan stað djúpt í bandarískri þjóðarsál.
Út úr þessum hremmingum kemur hann svo með skilaboðin sem allir voru að bíða eftir: “Don’t worry, be happy!"

Og fyrst WHO hefur nú loks staðfest hversu hættulítil veiran er í raun og veru, er það kannski bara ágætt. Aukaverkunin verður sú að Ameríkanar sitja uppi með þennan fugl á forsetastóli næstu fjögur árin.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 09:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta segir bara að það eru til læknislyf sem lækna jafnvel mann eins og Trump. Kannski þá að Boris hefði farið betur út úr þessu sf hann hefði fengið sömu mixtúru og Trumparinn

Halldór Jónsson, 6.10.2020 kl. 11:45

3 identicon

Alveg væri Trumparanum trúandni að setja þetta á svið til að sýnast eitthvert ofurmenni ,þessum manni er trúandi til alls ,sérstaklega fyrir kosningar.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 6.10.2020 kl. 13:42

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Mér finnst það alveg sök sér að feisa ekki atlögu frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum gegn lífi þínu og limum, það réttlætir samt ekki að þú réttlætir sjálfan þig og heigulskap, með því að bulla.

Súrefnisgjöf bjargaði lífi Borisar, og Boris er gáfumenni, ekki heimskumenni þó átrúnaðargoð þín, Frú Sigríður og Davíð reikni með því í áróðri sínum.

Veirulyfið sem hjálpar, var þekkt þegar Boris var veikur, en þá var líka treyst á önnur lyf sem reyndust svo ekki vel.  Þú sem Trumpisti hlýtur að hafa heyrt um malaríulyfið sem Trump mærði og fíflið sem kosið var forseti Brasilíu, sagði að væri kraftaverkalyf.

Kári benti réttilega á, þegar hann óskaði þess í viðtali að Trump myndi lifa,. svo hann gæti tapað kosningunum, að hann fengi bestu meðhöndlun sem væri í boði, þá sömu og kóvid sjúklingar fengju á Landspítalanum.

Það veit samt enginn hvað verður um Trump, ef hann hefur ekki logið til um tímalínuna, þá á hann eftir hina örlagaríku daga frá 5. til 10, sem er tíminn sem veiran tekur ákvörðun um hvort hún drepur, eða hlífir.

Trump höfðar til heimsku fólks með því að þykjast vera í góðum gír, framlag hans til mannkynssögunnar er að mæla hve djúpstæð heimska nútímamannsins getur verið.

Ef þú trúir Trump Halldór, þá hættir þú að auglýsa eftir veirulyfi.

Það er ekki nefnilega bæði sleppt og haldið.

Að vera homos sapiens, eða homo stupidio.

Fólk er annað hvort.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 17:13

5 identicon

Mannskepnan er víst hjarðdýr. Hún virðist hafa þörf fyrir leiðtoga til þess elta. Þannig mun þetta alltaf hafa verið.

Á 20. öldininni voru til nokkur fræg eintök af leiðtogum sem milljónir manna dáðu   og dýrkuðu, þ.á m. margir mætir Íslendingar. Ekki þarf frekar að ræða það.

Og nú eru nýir leiðtogar að spretta upp eins og gorkúlur.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.10.2020 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband