Frammistaða Söru Palin var minnisstæð.

Þegar hinn aldraði John McCain bauð sig fram fyrir Republikanaflokkinn til forseta 2008, 72ja ára gamall, var mikilvægi varaforsetaefnis hans augljós og vandi á höndum. 

Varaforsetaframbjóðandinn varð að höfða til svipaðs hóps kjósenda og hafði fylgt McCain fram að því, en jafnframt fríska það vel upp á ásýndina, að það slægi á úrtöluraddir vegna aldurs McCain og gæfi jafnframt frísklegan blæ á það. 

McCain tók þá dirfskulegu ákvörðun að fá Söru Palin, glæsilega unga og hressilega konu til þess að koma með sér í framboðið.  

Það átti eftir að reynast illa, því að þrátt fyrir að allt væri gert sem unnt var til þess að undirbúa Palin fyrir kosningabaráttuna, stóð hún sig vægast sagt herfilega. 

Hún reyndist einkum ískyggilega fáfróð um umheiminn og utanríkismál, meira að segja í næsta nágrenni við Alaska, þar sem hún hafði verið ríkisstjóri.   

Svo illa gekk henni, að henni tókst að komast á bekk með Dan Quayle varaforsetaefni George Bush eldri sem seinheppinn frambjóðandi. 

Quayle var ungur og ungur og laglegur, en lenti í ótrúlegum vandræðum í kappræðum. 

Framboð Kamölu Harris er að vísu keimlíkt framboði Söru Palin 2008 hvað snertir það að vinna upp aldur karlkyns forsetaframbjóðanda með ungri og efnilegri konu. 

En flestum ber saman um, að miklu minni hætta sé á að Harris lendi í svipuðum vandræðum og Palin á sínum tíma. Þvert á móti sé hún mun mikilhæfari og klárari en Palin og eigi góða möguleika á að styrkja framboð Joe Biden, sem ekki sé vanþörf á. 

Þetta verður spennandi.  


mbl.is Augu allra á Pence og Harris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

Satt og rétt Ómar og kæmi manni ekki á óvart að hún vermi sjálfan forsetastólinn í framtíðinni. Annars hefur maður aldrei skilið hversvegna Bush og McCain völdu svo illa sína varaforseta(efni), var kannski engin heimavinna gerð um hæfileika og getu beggja, skrítið í svo mikilvægu máli.

Ívar Ottósson, 6.10.2020 kl. 21:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Quayle leit ekkert svo illa út til að byrja með. Snotur 41 árs stjórnmálamaður og sýndist við fyrstu sýn vera svipuð týpa og hinn 42ja ára gamli frambjóðandi John F. Kennedy var 20 árum fyrr. 

Hann var hins vegar einstaklega óheppinn í eitt skipti í kappræðum þegar hann leiddi sjálfan sig óvart inn í aðstæður, þar sem andstæðingurinn gat náð á hann slíku Yppon andsvari, að vart eru dæmi um annað eins.  

Hægt er að sjá þetta fræga "knock out" á Youtube undir heitinu "Senator, you are no Jack Kennedy."

Ómar Ragnarsson, 6.10.2020 kl. 22:37

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sarah Palin var hins vegar ekki óheppin heldur algerlega ómöguleg. 

Ómar Ragnarsson, 6.10.2020 kl. 22:38

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvillu í athugasemd nr. 2:  Á að vera "...var 30 árum fyrr." -  ekki - "...Kennedy var 20 árum fyrr."

Ómar Ragnarsson, 6.10.2020 kl. 22:41

5 Smámynd: Ívar Ottósson

Já snotur var hann en Bush & Co. hljóta að hafa geta kíkt betur á feril hanns áður en hann var valinn, hér er smá bútur frá Youtube ef þú hefur tíma og áhuga: https://www.youtube.com/watch?v=Krj2rX7-M7E

Palin var og er ómöguleg og hvernig maður eins og McCain datt það í hug að velja hana verða ætið vangavelltur umi, sumir segja að hann hafi tapað vegna hennar.

Ívar Ottósson, 8.10.2020 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband