Dregur úr andófsvilja.

Fjöldi drápa og tilræða við rússneskt andófsfólk gegn Vladimir Putin á það sameiginlegt að hafa ekki fengist upplýst. 

Miðað við ógnarstjórn Stalíns er þetta aðeins brot af þeim fjölda milljóna sem sá einvaldur kom fyrir kattarnef. 

Af því að morðin og tilræðin síðustu tvo áratugi hafa verið óupplýst verður spurningunni um það hvort Pútín standi á bak við þau sennilega aldrei svarað. 

Þá stendur aðeins ein spurning eftir: "Hver hagnast?" eins og Rómverjar orðuðu það. 

Varla er það andófsfólkið, á borð við blaðamanninn og rithöfundinn Önnu Politkovskaja?

Og þá er það hin hliðin; Pútín. Hagnast hann eitthvað á því þessum morðum? 

Þau eru að vísu ansi mörg, en þó ekkert í líkingu við milljóna afköst Stalíns. 

Þá stendur samt eitt atriði eftir: Þau eru nógu mörg til þess að skjóta þeim skelk í bringu sem ógna Pútín, en í hans huga og margra Rússa eru hann og Rússland eitt. 

Þau eru ekki fleiri en það, að hugsanlega veit Pútín sjálfur ekkert um það fyrirfram, hver verði drepinn næst. Kemur málum þannig fyrir að hann geti sagt að hann hafi ekki komið nálægt þessu. 

En árangurinn samt fyrir hendi: Ógn við hið mikla föðurland, föðurlandssvik er næg ástæða.

"Hæfilega" mörg morð til að skapa nagandi spurningu hjá andófsfólki: Er hætta á því að ég sé næstur."  Það þarf minna til að draga úr andófsvilja en slíka spurningu. 


mbl.is Fullviss um að Pútín sé sökudólgur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband