Gullni hringurinn á fjórum klst með alls 220 króna orkukostnaði, 0,5 l/100km.

Rannsóknum varðandi möguleika á nýrri byltingu í samgöngum undir kjörorðinu "Orkuskipti-útskipti-koma svo!", sem staðið hafa síðan i júní, lauk með ferð um Gullna hringinn sem hófst um hádegi sl. fimmtudag og varð reyndar 283 kílómetrar í stað 220 ef farin er stysta mögulega leið.Léttfeti.Skálholt. Gullni hringurinn 

Farið var austur um Hellisheiði, en niður í Skálholt og í Laugarás og einnig um Grímsnes á leiðinni til Þingvalla í bakaleiðinni. 

Myndirnar, sem settar verða í þennan pistil, voru teknar í ferðinni. 

Farkosturinn var rafknúið léttbifhjól af gerðinni Super Soco CUx, en hjól af þeirri gerð voru fyrstu rafknúnu hjólin af þessari stærð með útskiptanlegum rafhlöðum, sem flutt voru til landsins í sumar. 

Þetta eintak er með 39 lítra farangurskassa, sem rúmar tvær aukarafhlöður. 

Hjólið með farangurskassanum kostar 300 þúsund krónur nýtt. 

Tímasetningin markaðist af því að koma við og stansa í Skálholti í lok fjöltrúarráðstefnunnar Faith for Earth frá hádegi fram til hálf fimm. Léttfeti.Geysir. Gullni hringurinn.

Niðurstöðurnar eru fengnar að hluta til með hliðsjón af ferð á sama hjóli í ágúst þegar farnir voru 132 kílómetrar á sömu hleðslunnni án þess að hlaða, frá Reykjavík til Selfoss, til baka, upp í Kollafjörð og til baka.   

Niðurstaðan var sláandi.

Tæknilega hægt að fara á rafknúnu léttbifhjóli, sem kostar 300 þúsund krónur nýtt, á ferðatíma upp á fjórar klukkustundir nettó fyrir 220 krónur í orkukostnað alls, eða eina krónu á hvern kílómetra.

Þetta samsvarar 0,5 lítra eyðslu á 100 km á bensínknúnu hjóli.  

Hægt væri að nota þrefalt dýrari rafhjól, sem eru komin á markaðinn erlendis, til þess að ná fullum hraða á við bíl og fara þessa leið á þremur klukkustundum nettó.Léttfeti.Gullfoss. Gullni hringurinn.

Og nú eru að koma á markaðinn léttir rafbílar með útskiptanlegum rafhlöðum, SEAT Minimo og Fiat Centoventi. 

Ferðin um hringinn var ekki farin við sumarhita aðstæður.

Meðal lofthiti var 4 stig, en fór niður í frostmark og ísingu, og á bakaleiðinni frá Grímsnesi upp til Þingvalla og þaðan í bæinn, var mikill mótvindur, meira að segja með hviðum upp á 27 metra á sekúndu frá Steingrímsstöð um Þingvelli og Mosfellsheiði. 

Lágur lofthiti dró um ca. 10% úr drægninni, þannig að í sumarhita væri árangurinn enn betri. Léttfeti.     Grímsborgir. Gullni hringurinn

Forsendan fyrir nýtingu nýrrar tækni varðandi útskiptalegar rafhlöður er, að þær verði aðgengilegar líkt og gaskútar á orkusölustöðum, þar sem hægt er að skipta út tómum rafhlöðum fyrir hlaðnar á innan við mínútu.

Í gangi er mikil bylting í notkun útskiptanlegra rafhlaðna og komin á markaðinn fjölmörg ný rafknúin léttbifhjól með möguleika á 90 km hraða og einnig að koma til skjalanna léttir rafbílar með útskiptanlegum rafhlöðum. 

Á bakaleiðinni kólnaði hratt við sólarlag og byrjuð var að myndast lúmsk ísing á vegunum.Léttfeti.Þjóðgarði Þingvöllum. Gullni hringurinn.

Var því ákveðið, af því að hjólið er ekki enn komið á vetrardekk, að fara niður i Laugarás. 

Bíða þess þar að og bíða þar til morguninn eftir svo að hægt væri að taka þær myndir, sem eftir væri að taka. 

Einnig að hlaða allar þrjár rafhlöðurnar. 

Ferðin um þennan lengda Gullna hring var afar ánægjuleg í fallegum haustlitum og þeirri gefandi tilfinnningu sem algerlega hljóðlaus farkostur getur gefið í íslenskri náttúru. 

Frá Skálholti til Gullfoss og til baka aftur var ekki mann að sjá fyrr en í Minni-Borg og Grímsborgum. DSC00814

 

 

 

 


mbl.is Gylling haustsins gefur eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Glæsilega gert-til lukku 

Framtíðin er spennandi jafnvel fyrir gamlingja -allt að gerast með miklu hraði

Sævar Helgason, 11.10.2020 kl. 20:17

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Flott hjá þér. Geri ráð fyrir að þú hafir tekið hring með Þorgerði Katrínu í leiðinni embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2020 kl. 22:15

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Tæknilega já. En þú virðist nota tvo daga í þetta.  Þessi ferðamáti er svo góður að þegar kular þarftu að stoppa þar til daginn eftir að hálkan hverfur, hlaða 3 rafhlöður. Gistir þú í Laugarásnum eða varstu sóttur á bíl og síðan skutlað til baka daginn eftir til að ljúka hringnum á tæknilegum 4 tímum.  

Þetta gerðir þú akkurat á þeim tímum þegar höfuðborgarbúar eru beðnir að halda sig heima við í borginni sinni?

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.10.2020 kl. 06:39

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hjólið fór þessa leið í samfellu með einu stoppi til að hlaða hjól og knapa, en var ekkert sótt á bíl, eins og verið er að gefa í skyn.  Tilraunin var gerð til að líkja eftir því að hér á landi, eins og sums staðar erlendis, væri búið að koma upp skiptistöðvum með reglulegu millibili fyrir rafhlöður, líkt og gert er með gaskúta hér. 

Slíkt kerfi 757 skiptikassa er til dæmis komið á höfuðborgarsvæði Tapei á Tævan, og tekur innan við tíu sekúndur að skipta um rafhlöður, hraði sem engin bensinstöð getur enn ráðið við varðandi bíla og hjól. 

Það er hægt að negla vetrardekk á svona hjólum og þá er hálka ekkert mál, enda hef ég farið nokkrum sinnum að vetrarlagi í allt að sjö stiga frosti austur fyrir fjall á bensín-vespuhjólinu mínu og notað það allan veturinn. 

Að því hafi fylgt einhver sérstök smithætta að fara mest alla leiðina með grímu og lokaðan hlífðarhjálm á höfði aleinn um vegi, þar sem hvergi var sálu að sjá og allt lokað, er fráleit ásökun.   

Ómar Ragnarsson, 13.10.2020 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband