Sérstæð og þróuð tegund af "raunveruleikasjónvarpi."

Forseti Bandaríkjanna varð þjóðþekktur þar vestra hér á árum áður fyrir frammistöðu sína í svonefndum "raunveruleikasjónvarpsþáttum." 

Þegar rennt er augum yfir frammistöðu hans í sjónvarpi í embætti forseta, ekki síst það allra nýjasta um Fauci sóttvarnalækni Bandaríkjanna sem greint er frá í frétt á mbl.is, er ljóst að foersetinn er að hefja raunveruleikasjónvarp upp á alveg nýtt plan.  

Með snjallri tilfærslu myndskeiða í klippingu sjónvarpsauglýsingar Trumps, fær hann Fauci til þess að hæla forsetanum í hástert fyrir afburða frammistöðu leiðtogans varðandi COVID-19 faraldurinn. 

"Ég gæti ekki ímyndað mér að neinn gæti gert meira" segir Fauci í auglýsingunni um Trump að ekki fer á milli mála við hvern hann á.   

Fauci segist eftir á aldrei hafa í fimmtíu ára opinberri þjónustu hafa lýst yfir fylgi við neinn forseta, og sagði, að í myndskeiðinu, sem er þannig klippt til að svo virðist sem hann sé að mæra forsetann, hafi hann verið að tala um tala um heilbrigðisstarfsfólkið.

Hvað um það, forsetinn byrjar með látum eftir veikindin´með hverri bombunni á fætur annarri, segist vera orðinn ónæmur með öllu af veirunni og á batavegi eins og Bandaríkin öll, og að þar að auki sjáist glögg merki þess að Biden sé veikur og hóstandi, þótt fjölmiðlarnir hafi látið undir höfuð leggjast að sýna það. 

Og feli sig óttasleginn ofan í kjallaraholum. 

Þetta með veikindin er gamalkunnugt bragð í kosningabaráttu, sem ætti að bíta vel, því að 2016 sagði Trump svipað um Hillary, sem væri að þrotum komin þegar hún hálfdatt á leið inn í bíl, svo að það varð að styðja hana.   


mbl.is Segist ónæmur og tilbúinn í lokasprettinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Líkur á að Trump nái endurkjöri aukast með degi hverjum. Ekki vegna þess að hann sé betri frambjóðandi en keppinauturinn, heldur vegna þess að demókratar með allt sitt fjölmiðlaflóð í bakhöndinni, eru að falla á sama prófi og fyrir síðustu kosningar. Allt snýst um hvað Trump segir og þegar hann þagnar þegja demókratar og fjölmiðlar.

Kosningabarátta demókrata er því á villigötum. Í stað þess að hundsa ummæli Trumps, láta sem þau séu ekki svaraverð og beina allri umræðunni um hvaða framtíðarsýn demókratar hafa og virkja alla sína fjölmiðla á þann veg, gæti hvaða hálfviti sem er velt Trump af stóli.

Meðan hann er látinn stjórna umræðunni og þögninni, er von um sigur gegn honum lítil. Með þeirri aðferð náði hann kjöri og líkur á að með sömu aðferð muni hann halda völdum.

Demókratar og fjöllmiðlar falla á prófinu.

Gunnar Heiðarsson, 13.10.2020 kl. 07:57

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

" beina allri umræðunni um hvaða framtíðarsýn demókratar hafa"

Hver er framtíðarsýn Demókrata varðandi Covid19?

Grímur Kjartansson, 13.10.2020 kl. 10:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sá, sem ræður vettvangi átaka, er búinn að vinna hálfan sigur. Þetta er viðurkennt lögmál og vestra er oft sagt:  Hann fær því framgengt að berjast "sinn" bardaga. 

Það lítur ekki vel út að vera í sífelldri vörn, en það fyrirbæri að vera allan tímann að bregðast við frumkvæði andstæðingsins og leyfa honum að ráða ferðinni hefur fellt margan góðan íþróttamanninn og lið. 

Davíð fann heitið "smjörklípuaðferð" á þessa aðferð.  

Í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1958 birti Mogginn "leyniskjöl" nefndar um húsnæðismál, sem ríkisstjórn vinstri manna hafði sett á laggirnar en ekki lokið eða birt. En samt safnað saman í skýrslu sem var kölluð Gula bókin. 

Sjálfstæðismönnum tókst að láta bæjarstjórnarkosningarnar 1958 snúast nær eingöngu um þetta og unnu stórsigur, fengu 57 prósent atkvæða og 10 borgarfulltrúa af 15!  

Ómar Ragnarsson, 13.10.2020 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband