Af hverju er landeldi ekki víðar?

Í umræðunni um sjókvíaeldi hér á landi hafa talsmenn þess eindregið hafnað því að önnur aðferð við laxeldi komi til greina. 

Andófsfólk gegn sjókvíaeldinu hefur sagt að það sé ekki andvígt landeldi, enda sé það miklu öruggari aðferð gagnvart umhverfisáhrifum fiskeldis heldur en sjókvíaeldi. 

Nú hefur Samherji ákveðið að standa fyrir landeldi í Helguvík og í því sambandi hlýtur að vera gagnlegt að farið sé yfir rök með og á móti landeldinu til upplýsingar fyrir þjóðina, sem hefur umráð yfir landinu og auðlindum þess. 

Staðurinn, Helguvík, er sláandi. Þar stendur grind fyrirhugaðs kerskála álvers þar sem metfjöldi íslenskra ráðamanna tóku fyrstu skóflustungurnar á útmánuðum 2008. 

2013 var mynduð ríkisstjórn sem ákvað einróma á fyrsta vinnudegi sínum að þar skyldi rísa risavaxið álver sem hefði kostað stórvirkjanir og framkvæmdir í hátt á annan tug sveitarfélaga allt upp á miðhálendið og austur að Skeiðarársandi. 


mbl.is Landeldisstöð Samherja „raunhæf lausn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fiskeldi er matvælaiðnaður en ekki tómstundargaman eða lífsstílsval.

Landeldið þarf mun meiri tæknikunnáttu og mannafla. Þú vilt dæla sem minnstum sjó en samt viðhalda ákveðnum straumhraða og úthreinsun úr kerjunum til að viðhalda heilbrigði.

Þegar ég var í þessu þá voru hannaðar keilur þar sem súrefni var blandað í sjóinn undir þrýstingi og súrefnismettaða sjónum síðan bætt út í kerin en við það var hægt að draga verulega úr dælukostnaði og/eða auka eldisþéttleikan í kerjunum en fiskurinn vex hratt svo kerið verður fljótt of lítið.

Við slátrun upp úr  sjókvíum hafa menn stundum uppgötvað að þar var ekki sú stærð, það magn og jafnvel ekki sú tegund sem menn héldu að væri í kerjunum sem búið var að fóðra allan veturinn.

Grímur Kjartansson, 14.10.2020 kl. 13:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sjókvíaeldi er ekki bara sjókvíaeldi. Það getur farið fram í fjörðum, þar sem úrgangurinn sest á hafsbotninn og er svo sannarlega iðnaðarmengun, eða í úthafi. Þó getur fiskur sloppið og blandast við náttúrulegar tegundir. 

Minkar eru ræktaðir í búri en ekki með því að sleppa þeim út í náttúruna og skjóta þá á færi.

Geir Ágústsson, 14.10.2020 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband