Því fyrr, því betra.

Sérkennilegt er að sjá þá upphrópun varðandi plastpoka, að stöðvun og framleiðslu og sölu þeirra flokkist undir ofstæki.  Fjölnota plastpokar (1)

Yfirgengileg notkun plasts hjá nútímafólki er þvert á móti dæmi um ofstækisfulla skammtímagræðgi, sem tekur ekkert tillit til þeirra afleiðinga sem takmarkalítil ofnotkun þessa skæða skaðvalds veldur. 

Það gerist í stuttu máli á þann einfalda hátt, að þrátt fyrir hið úrelta slagorð "lengi tekur sjórinn við" gildir hjá sísfjölgandi milljörðum neyslufíkinna jarðarbúa, að "fyllist það, sem fyllt er upp" af milljörðum tonna af efni, sem tekur margar aldir að brotna niður í náttúrunni og verður á þeirri leið að svonefndu örplasti, örsmáum ögnum sem berast inn í frumur lífvera, þar á meðal manna.

Auðvelt er að nota poka á þann hátt að þeir séu annaðhvort vistvænir og skaðlausir eða fjölnotapokar, sem ekki berast út í umhverfið.  

Ef til dæmis eru geymdir 2-4 plastpokar á hverju heimili, sem hafðir eru meðferðist til búðaferða, fylltir þar og farið með þá aftur heim, er hægt að fara þá leið. Ef orðið "fjölnota snarlpoki" er gúgglað, kemur það upp, að á Hvammstanga sé farið að framleiða slíka poka af ýmsum gerðum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Nýyrðið "fjölnota snarlpoki var kynnt hér á síðunni fyrir tveimur árum, og er gaman að sjá, að þetta er ekki lengur bara nýyrði um hugtak, heldur áþreifanleg staðreynd. 

Léttfeti,      Borgarfjarðarbrú

Betra er og raunar æskilegt að pokar séu fullkomlega vistvænir fjölnotapokar. 

Slíkan ljósgulan poka, sem kvöldsólin skín á við Borgarfjarðarbrúna, má til dæmis sjá á myndum, sem birst hafa hér á síðunni, festan á stýri rafknúins léttbifhjóls í langferðum á því vistmilda hjóli. 

Pokinn sá er framleiddur í Baskahéruðum Spánar og skolaði til þátttakenda í fjölþjóðaráðstefnu samtaka dreifbýlisfélaga í Evrópu 2019.   

 

 

 


mbl.is Plastpokabirgðir Krónunnar að klárast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir kalla það ofstæki að hætta sölu á plastpokum í dagvöruverslunum? Í löndum Evrópu, t.d. í Sviss og Þýskalandi hafa plastpokar ekki verið til sölu eða gefins í meira en 20 ár. Og enginn saknar þeirra.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2020 kl. 18:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þú ferð inn á fréttina á mbl.is, sem þessi pistill er tengdur við, sérðu undir "bloggað við fréttina" bloggpistil þar sem andóf gegn plastnotkun er flokkað sem ofstæki. 

Ómar Ragnarsson, 22.10.2020 kl. 19:04

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það er ekki plastpokinn sem er slæmur heldur meðferðin á honum. Er skárra að nota bómullarpoka einu sinni og henda honum svo ? Plastpokann er hægt að nota jafnoft en hins vegar var hann markaðssettur á sínum tíma sem einnota og almenningur gleypti það. Það er því viðhorfið til pokans en ekki pokinn sjálfur sem er skaðvaldur. Spurning um umgengnisvenjur.

Örn Gunnlaugsson, 23.10.2020 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband