Á að sætta sig við 2000 látna hér á landi?

Kórónuveirufaraldurinn er alþjóðlegt vandamál vegna þeirra áhrifa og afleiðinga sem hann hefur yfir landamæri og vegna þess að um val á milli baráttuaðferða er að ræða í öllum löndum. 

Bandaríkjaforseti hefur ítrekað nefnt það sem staðreynd, að ef ekkert hefði verið gert vestra til að hamla útbreiðslu veikinnar og algert aðgerðarleysi ríkti áfram gætu 2,2 milljónir dáið úr veikinni samtals. 

Þetta samsvarar um tvö þúsund manns hér á landi, miðað við fólksfjölda. 

Þegar deilt er um svona álitamál í mismunandi löndum um eina og sömu veikina er verið að deila um svo lík fyrirbæri, að sams skonar rökræða verður að miklu leyti gild í þessum löndum. 

Kostir og gallar þess að láta veikina ganga mótspyrnulaust yfir eru til dæmis það, að hjarðónæmi myndist og þjóðlíf og efnahagslíf skaðist ekki þrátt fyrir svona mikið mannfall. 

En ástandið sem sums staðar varð í byrjun faraldusins hræða óneitanlega, heilbrigðisstarfsfólk, sem hrundi niður, heilbrigðisstofnanir og stofnanir á borð við kirkjugarða og útfararþjónustu fóru gersamlega úr skorðum o. s. frv. með stórkostlegum afleiðingum fyrir það sama efnahagslíf, sem menn vildu halda áfran á sama dampi og fyrir faraldur. 


mbl.is „Við ætlum ekki að stjórna faraldrinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það búa 330 milljón manns í Bandaríkjunum. Miðað við nýjustu gögn er dánartíðni vegna Covid 0,13%. Ef ónæmi næst þegar 70% hafa smitast hefði þá mátt búast við um 300.000 dauðsföllum.

Án nokkurra aðgerða hefði þó mátt reikna með að spítalar hefðu yfirfyllst og dauðsföllin því orðið fleiri. En 2,2 milljónir er ansi vel í lagt. Sú tala hefur væntanlega farið á kreik í upphafi þegar haldið var að pestin væri talsvert hættulegri en hún er. Trump ætti að vita betur núna, en hann pumpar auðvitað upp töluna til að reyna að hrósa sjálfum sér.

En svo er þetta auðvitað ekki þannig að það sé alríkisstjórnin sem stýrir þessu. Ríkin stýra viðbrögðunum hvert fyrir sig.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2020 kl. 19:29

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Er rétt að draga fram það allra versta sem gæti hent þegar vitað er að veiran veldur minni eftirköstum en áður. Dauðsföll hér og í Svíþjóð hafa verið mun færri í ár en t.d. á sama tíma fyrir ári. Ekki er talað lengur um inflúensufaraldra eða bólusetningar eins og venja er í byrjun vetrar.

Engin er að biðja um lögreglurannsókn á veirusmitun hjá öldrunarspítölum. Sjálfsagt þykir hjá einstökum miðlum að láta lögreglu rannsaka sérstaklega útgerðir og atvinnurekendur. Félagssamtök þeirra standa heldur ekki með þeim. Kveikja bál ef mögulegt er.

Sigurður Antonsson, 26.10.2020 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband