Varasamt að vanmeta COVID-19.

Strax í upphafi heimsfaraldursins COVID-19 kom hastarlega í ljós hve lúmskur þessi sjúkdómur er iðulega. Á sama tíma sem jafnvel fólk með svonefnda undirliggjandi veikleika slapp billega, lést fjölmargt hraust fólk á besta aldri. 

Í stað þess að þetta væri bara ósköp meinlaus flensa og jafnvel "ekki neitt neitt" eins og Bandaríkjaforseti sagði í nokkrar vikur, virtust lítil takmörk fyrir því hve illskeytt hún gat orðið. 

Þegar tíminn hefur liðið hafa auk þess komið fram margvísleg og langvinn eftirköst, jafnvel þótt læknum hafi tekist að betrumbæta stórlega meðferð á sjúklingunum.   


mbl.is Getur haft alvarleg áhrif á heila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Aukin hætta á heilablóðfalli er alþekkt afleiðing veirusýkinga. Þannig sýna rannsóknir að hætta á heilablóðfalli sexfaldast næstu þrjá mánuðina eftir inflúensusmit.

Þetta er sumsé ekkert einsdæmi með Covid-19. Langt í frá.

Eru það ekki svolítið undarleg vinnubrögð hjá lækni að reyna að blekkja fólk til að trúa því að þessi pest sé miklu hættulegri en aðrar pestir? Hvað gengur fólki eiginlega til með svona innistæðulausum hræðsluáróðri? Maður hlýtur að velta því alvarlega fyrir sér.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2020 kl. 12:14

2 identicon

Það þarf náttúrlega ekki að taka fram að heimspekingar, hagfræðingar og rekstrarráðgjafar vita miklu meira um svona veikindi heldur en einhverjir deildarlæknaplebbar. 

ls (IP-tala skráð) 27.10.2020 kl. 12:54

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeir sem vilja geta kynnt sér málin. Líka þeir sem heita ekki neitt.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2020 kl. 13:18

4 identicon

Coronavirus disease (COVID-19): Similarities and differences with influenza. Fyrir neðan er slóðin í góða grein um málið. Mörlandinn mætti lesa þetta í ró og næði áður en stígið er niður í skotgröfina með alvæpni. 

tps://www.who.int/emergencies/diseases/novel-coronavirus-2019/question-and-answers-hub/q-a-detail/q-a-similarities-and-differences-covid-19-and-influenza?gclid=EAIaIQobChMI7rn_yfzU7AIVhOF3Ch2SuQlfEAAYASAAEgLdjfD_BwE

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2020 kl. 14:30

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Klukkutímum saman er hægt að vafra um netið og lesa lærðar greinar um covid19. Fjölbreytni þessara greina er einstök, allt frá því að covid19 sé næsta hættulítil veira, vart verri en hver önnur pest, til þess að telja hana mestu heilbrigðisvá sem um heimsbyggðina hefur farið. Þessi fjölbreytni skýrist eingöngu af einu, þekkingarleysi um veiruna. Strax og hún kom á sjónarsviðið komu fram "sérfræðingar" sem allt þóttust vita, jafnvel þó vart væri enn vitað hvað væri yfirleitt í gangi. Og enn í dag er þekkingin af skornum skammti, þó ekki hafi sjálfskipuðu "sérfræðingunum" fækkað.

Staðreyndir málsins segja okkur nokkuð skýra sögu. Höfundur þessa bloggs lýsir þeim nokkuð vel. Þessi veira er lúmsk, hún leggst mis illa á fólk, er banvæn og eftirköstin eru eitthvað sem enn er eftir að sjá afleiðingar af.

Þá er rétt að benda á að við covid19 er ekki enn til bóluefni, ólíkt "venjulegri flensu". Af þeirri ástæðu einni er vart hægt að bera covid19 saman við aðrar pestir. Jafnvel þó þær dragi fólk einnig til dauða, þá gjarnan það fólk sem ekki vill verja sig með tiltækum lyfjum.

Gunnar Heiðarsson, 27.10.2020 kl. 16:12

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ágæt grein sem Haukur deilir. Hún fjallar hins vegar ekkert um efni þessarar fréttar sem eru langtímaáhrif.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2020 kl. 17:13

7 identicon

"Þetta er sumsé ekkert einsdæmi með Covid-19. Langt í frá." - Þorsteinn

Það sem er hinsvegar einstakt með Covid-19 er hversu bráðsmitandi sú veira er. Það gerir hana varhugaverðri.

Úlfar Bjarki Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.10.2020 kl. 13:35

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er í rauninni ekki endilega það sem er einsdæmi. Það sem er einsdæmi er að ólíkt flensu er nánast enginn í upphafi ónæmur, en um 80% eru þegar ónæmir fyrir flensu.

En það breytir engu um hitt, að langtímaáhrifin eiga ekki bara við covid, þau eiga líka við aðrar veirusýkingar.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.10.2020 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband