Helstu smitleiðirnar liggja um göt í sóttvörnum. Þarf fjölþættar varnir.

Eftir því lengra líður á feril COVID-19 faraldurins verða smitsveiflurnar æ sýnilegri og þá sem afleiðing af slökunum á sóttvörnum.  

Í maí og fram í byrjun júlí var slakað á vörnum varðandi ferðamannastraum til landsins, og síðan þurfti ekki nema tiltölulega fáa smitaða ferðamenn til þess að kalla fram aðra bylgju faraldursins.  

Munaði þar mest um tvo Frakka sem skópu aðal hópsýkinguna og framtíðarskilyrði fyrir breytt afbrigði af veirunni.   

Mismunandi hertar eða vægari sóttvarnaraðgerðir hafa valdið óánægju síðan, en þær hópsmitanir, sem síðan hafa reynst verstar og mestar koma eftir leiðum, sem smám saman verða kunnuglegri, veislur, jarðarför, veitingastaðir og aðrar aðstæður, þar sem fólk hefur greinilega ekki sinnt nógu vel því helsta til varnar, fjarlægð, grímum, og sprittun. 

Síðan hefur bæst við herfileg hópsýking á spítölunum sjálfum. 

Í deilum um sóttvarnirnar er til dæmis deilt um gagnsemi helstu aðferða, svo sem fjarlægð,  grímur, sprittun og sóttkví. 

Slíkt er fánýtt, svona eins og að deila um einfalt eða tvöfalt hemlakerfi í bílum, eða að deila um hvort eigi að nota belti eða axlabönd. 

Líkurnar á smiti minnka að sjálfsögðu því meira sem fleiri varnaraðgerðir eru notaðar. 

Í nútímabílum er í raun þrefalt hemlakerfi, vökvahemlakerfi, sem er tvöfalt og þar á ofan handhemilskerfi. 

Nauðsynlegt er að hafa þau öll í góðu lagi og aldrei verra að þau séu það öll.  


mbl.is Þurfum að „reyna að afstýra stórkostlegum skaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sem öllu skiptir er að verja það fólk sem er langlíklegast til að deyja úr sjúkdómnum.

Yfir 70 ára: 5,4% dánarhlutfall - einn af hverjum tuttugu.

50-70 ára: 0,5% dánarhlutfall - einn af hverjum tvö hundruð.

20-50 ára: 0,02% dánarhlutfall - einn af hverjum fimm þúsund.

0-19 ára: 0,003% dánarhlutfall - einn af hverjum þrjátíu þúsund.

Þetta eru nýjustu áætlaðar tölur frá CDC. Af þeim er ljóst að það er hópurinn yfir sjötugu sem er raunverulega í umtalsverðri hættu. Fólkið sem var ekki passað upp á á Landakotsspítala.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.10.2020 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband