Tékkland: Þessi lifi - þessi deyi - þessi lifi - þessi deyi?

Í upphafi kórónuveikifaraldursins í fyrravetur varð til óhugnanlegt ástand í nokkrum löndum sem fólst í því að heilbrigðisstarfsfólk varð óvinnufært vegna veirunnar. 

Þá gat myndast ástand sem lýsti sér meðal annars þannig, að ákveðnir heilbrigðisstarfsmenn, sem enn voru uppistandandi veldu úr þá sem ættu að lifa og þá sem ekkert yrði gert fyrir. 

Á tímabili í Svíþjóð varð ástandið þannig á sumum hjúkrunarheimilum. 

Í New York voru ræstir út kælitrukkar til þess að hrúga líkum í sem ekki var pláss fyrir annars staðar, ekki einu sinni í kirkjugörðunum. 

Er virkilega alvara og raunsæi í því, sem margir hvetja til hér á landi, að gefast upp fyrir veirunni og fá fram slíkt ástand?

Ein andmælin gegn sóttvarnaraðgerðum, sem duga, eru þau, að núna séu dauðsföllin mun færri en áður vegna batnandi læknismeðferðar. 

En hvað, ef það vantar fólk til þess að annast sjúklingana?


mbl.is Unglingar til bjargar hrundu heilbrigðiskerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Á Ítalíu skapaðist svipað ástand í fyrstu bylgju faraldursins. Fólk sem taldi sig smitað og leitaði ásjár sjúkrahúsa þurfti að svara tveim spurningum áður en það fékk aðgang. Fyrri spurningin var hversu gamall sá veiki væri og síðari spurningin hvort sá veiki væri með undirliggjandi sjúkdóm. Ef hinn veiki hafði náð ákveðnum aldri eða var með undirliggjandi sjúkdóm, var honum vísað frá. 

Á Harteyju við New York hafa í sumar verið stórvirkar vinnuvélar að taka fjöldagrafir fyrir fórnarlömb veirunnar. Líkin eru flutt með skipum að eyjunni, skipað þar á vörubíla, sem síðan flytja þau að greftrunarstað. Þarna er unnið á vöktum allan sólahringinn.

Það er hreint með ólíkindum að fólk í pólitík og stjórnunarstöðum, að ekki sé minnst á fólk sem hefur grunn að læknismenntun, skuli halda því fram að covid19 sé bara eins og hver önnur pest. Maður hefði haldið að þetta fólk vildi láta taka mark á sér.

Gunnar Heiðarsson, 1.11.2020 kl. 11:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef það eina sem maður sér er þessi tiltekni veirusjúkdómur er auðvitað ljóst að engin þörf er á að hann gangi nokkurn tíma yfir. Þá er um að gera að treina hann eins lengi og kostur er og lama samfélagið á meðan. Því ef maður hugsar þannig skiptir það engu máli hvort samfélagið er lamað eða ekki. Þetta er viðhorf þeirra sem stýra málum hérlendis.

En gagnvart þeim sem gera sér grein fyrir hrikalegum afleiðingum þess að lama samfélagið kemur ekki annað til greina en að reyna að losna við sjúkdóminn úr samfélaginu. 

Til þess eru tvær leiðir. Önnur leiðin er að loka alla inni í nokkra mánuði, loka svo landinu næstu árin, og losna þannig við veiruna úr samfélaginu. Hin leiðin er að verja þá sem viðkvæmir eru meðan veiran gengur yfir og leitast við að láta hana ganga yfir þá hópa sem ekki eru í hættu sem hraðast.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband