1,8 metra fjarlægð í stað þriggja metra: Hluti af mesta hneyksli sögunnar?

Í þættinum 60 mínútum sem sýndur var á Stöð tvö síðdegis reyndu fréttamenn þáttarins að velja sér viðtalsfólk, sem voru í hópi reyndustu kosningasérfræðinga repúblikana. 

Þar bar á góma það kæruefni Trumps sem hann hefur nefnt einna oftast, að eftirlitsmönnum á vegum framboðs hans hafi verið meinaður aðgangur að talningu atkvæða í Pittsburg. 

Sýnd voru ummæli Trumps um þetta. "Þeim var gert að vera fjarri talningunni, já, í mikilli fjarlægð, svo mikilli að þeir gátu ekki fylgst með þótt þeir reyndu að nota sjónauka." sagði Trump.  

Þetta framferði gegn þessum mönnum átti að vera hluti af því sem hörðustu fylgismenn Trumps hafa kallað mesta hneyksli og misferli sögunnar, hvorki meira né minna. 

Yfirmaðurinn, sem átti að hafa beitt menn Trumps þetta ofbeldi, gamalreyndur republikani á staðnum greindi frá hinum raunverulegu málavöxtum. 

Mennirnir máttu upphaflega ekki koma nær en 3 metra, en látið var eftir þeim að vera í 1,8 metra fjarlægð (6 fet)! 

Annar viðmælandi var einn reyndasti sérfræðingur Bandaríkjamanna í kosningum, búinn að vera yfirlýstur republikani í 40 og var aðalfulltrúi Bush í Flórida í talningunni 2000. 

Hann var ómyrkur í máli um málarekstur Trumps núna, þar sem væri gerð ófyrirleitin tilraun til að fara offari með rakalausum þvættingi og tilefnislausum stóryrðum til þess eins að eyðileggja kosningakerfi, sem búið væri að þróa í eina og hálfa öld. 

Krafan um að stöðva kosningarnar og talninguna hefði verið einn liður í því. 

Slíkt bæri aðeins vitni um einbeittan vilja til þess að eyðileggja grundvöll lýðræðisins, frjálsar kosningar þar sem rétt úrslit fengjust.  

 


mbl.is Slagsmál á samkomu til stuðnings Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar!  Ekki er nokkur leið að treysta svona fréttum.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.11.2020 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband