Yfirmaður í BNA her: Hernaðarástand sem lýkur þegar engin veira er eftir.

Gott og lýsandi viðtal við yfirmann Bandaríkjahers í 60 mínútum í sumar sýndi svipað viðhorf og hjá Þórólfi sóttvarnarlækni. 

"Bandaríkjaher skilgreinir COVID-19 á sama hátt og styrjöld, sem herinn verður að heyja. Í henni ríkir hernaðarástand sem lýkur ekki fyrr en síðasta veiran hefur verið drepin." 

Hershöfðinginn vissi hvað hann var að tala um eftir að herinn hafði verið tekinn í bólinu með mörg hundruð smitaða um borð af einu af flugmóðurskipum hersins. 

Þetta sagði hershöfðinginn af gefnu tilefni á sama tíma og Bandaríkjaforseti, æðsti yfirmaður hersins, hafði vísvitandi logið því (viðurkenndi það eftir á í sjónvarpsviðtali) að veiran væri nánast ímyndun og engin hætta væri á því að hún næði neinni fótfestu í hinum mikilfenglegu Bandaríkjum. 

Svo alger var firringin í byrjun, að á sama tíma sem veiran var að búa um sig með hraði um öll Bandaríkin var ekki enn farið að grípa til neinna aðgerða, svo sem skimana í aðferð sem lýsa mátti með einföldum orðum: Engar skimanir né skráningar = engin veiki. 

Þetta ástand kom ekki fram til fullnustu fyrr en hálfi ári síðar. Í fyrstu var heilbrigðisstofnunum sem urðu allt í einu á hvolfi vegna fjölda tilfella, refsað fyrir það að hafa brugðist við vandanum með því að vera teknar frá baráttunni yfir í mörg þúsund blaðsíðna greinargerðir til að réttlæta varnarviðbrögð sín.  


mbl.is „Covid lýkur hvergi fyrr en því lýkur alls staðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband