Heldur öllu opnu fyrir öllu á útopnu.

Fyrst í dag var svo að heyra á fréttum frá Bandaríkjunum að Donald Trump væri eitthvað að linast í hatrammri baráttu sinni gegn úrslitum forsetakosninganna. 

Löng hefð er vestra fyrir ýmsum atriðum í valdaskiptunum, sem tryggi hnitmiðuð og þægileg vinnubrögð fyrir bæði fráfarandi og komandi forseta. 

Í Hvíta húsinu sjálfu fara á sama tíma þau verk fram þar sem fráfarandi forseti lýkur sínum skylduverkum á sama tíma sem hinn nýi forseti flytur þannig inn í húsið, að allt sé tilbúið 20. janúar. 

Innsetningarathöfnin sjálf er vörðuð því að forsetarnir tveir hittist, bæði privat og opinberlega og fráfarandi forsetahjón eru viðstödd innsetningarathöfnina og búsetuskiptin. 

Nú er hins vegar spurningin hvort einhverjir hafi fagnað þessu full snemma, því að Trump hefur með yfirlýsingu nú síðdegis vera vís til að blása á allt þetta ef marka má þá yfirlýsingu hans að hann og stuðningsmenn hans muni berjast með öllum tiltækum ráðum til að kollvarpa úrslitum forsetakosninganna. 

Ef kosningunum verður kollvarpað og þær eyðilagðar með ógildingu þannig að Joe Biden og hans menn verði sakfelldir fyrir "stórfelldasta stjórnmálamisferli heimssögunnar" verða augljóslega engin valdaskipti. 

Enda liggur áfram fyrir yfirlýsing Trumps þess efnis að skipan nýs hæstaréttardómara sem tryggi 6-3 yfirburði Trumps í réttinum hafi beinlínis verið gerð til að hæstiréttur sjá til þess að Biden og hans menn verði dæmdir úr leik.  

Þetta getur því orðið spennandi og í anda Trumps að gera sem flest sem megi skoðast sem eindæmi í sögu Bandaríkjanna. 


mbl.is Trump talar enn um kosningasvindl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já menn hafa fagnað sigri Biden of snemma. Þetta er nokkuð rétt greining hjá þér Ómar. En stuðningsmenn Trump eru ekki að reyna að kollvarpa úrslitum, vegna þess að þau eru ekki fengin. Þeir eru aðeins að reyna að fá fram RÉTTA niðurstöðu. Losna við svikaatkvæðin en telja aðeins ófölsuð atkvæði.  Þá mun koma í ljós að Trump hafur sigrað eins og hann hefur haldið fram. 

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2020 kl. 12:51

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Er þetta ekki bara enn ein falsfrétt RUV um Trump. Mér sýnist Trump bara orðin meyr og tilbúin að fara á elliheimilið

On behalf of the entire Trump Family, I want to wish every American a Healthy and Happy Thanksgiving!

Grímur Kjartansson, 26.11.2020 kl. 13:54

3 identicon

Og ég sem var að vona að búið væri að tala "Dónald frænda" til, þegar ég sá mynd af honum, gleiðbrosandi, fyrir framan Hvíta húsið þar sem hann var að "náða" kalkún sem átti að fara að leiða til slátrunarfrown.

En í alvöru talað, þá hefur oftar en einu sinni leikið vafi um úrslit forsetakosninga í BNA, en það verið allt leyst í friði og spekt. En ef hæstiréttur ætlar að láta flokkssjónarmið eða persónulega dynti Donalds Trump sitja í fyrirrúmi þá er illa komið fyrir Bandaríkjunum. Því á ég bágt með að trúa.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.11.2020 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband