Er verið svolítið að elta skottið á sjálfum sér?

Það hlýtur að vera athugunarefni hvernig sóttvarnaraðgerðir og útbreiðsla veirunnar skæðu hafa sveiflast á þann hátt, að það líkist því þegar undur eltir skottið á sér. 

Þegar hinar hörðu núgildandi sóttvarnir tóku gildi fylgdi minnkandi útbreiðsla í kjölfarið, en síðan virðist hún jafnvel ætla að vaxa aftur samfara því að það virkar letjandi á fólk að fara jafn náið eftir tilmælum og áður, svona eins og til að verðlauna sig. 

Það var meiri umferð fólks um síðustu helgi hér á landi en áður.

Og nú fer í hönd enn meiri samgangur fólks í hinum skondni eltingarleik Íslendinga við að halda hátíðlegt hér á landi landnám nokkurra Evrópubúa í Massachusetts fyrir rúmum þrjú hundruð árum sem skóp Thanksgiving day, Black Friday og Cyber Monday sem eru að bresta hér á.

Framundan eru aðventan og jólin með og verður fróðlegt að sjá hvernig það mun fara í kjölfar aukinnar óaðgæslu á þeim forsendum að "það eru nú einu sinni jólin."


mbl.is Viðurkenna mistök við bóluefnaþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef við hírumst bara heima þá er þetta "alveg að verða búið" sagði Nostradamus með spálíkanið (sem er alltaf vitlaust) í fréttunum í kvöld. Hvað svo átti að taka við fylgdi nú ekki sögunni.

Þetta minnir á þegar Bakkabræður voru að bera sólskinið inn í gluggalausa húsið sitt í húfunum sínum. Það var alltaf "alveg að verða bjart".

Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2020 kl. 20:28

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svo hefur komið í ljós að OECD er að reikna þessi Kórónasmit kolvitlaust

OECD ändrar i uppmärksammad rapport – hade räknat fel | SVT Nyheter

Maður spyr sig hvað fleira OECD reiknar rangt

Grímur Kjartansson, 27.11.2020 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband