Allar slembitölur eru jafn fordæmalausar til lengri tíma litið.

Þekkt er dæmisagan af sjóliðanum á orrustuskipi, sem var í bardaga og hann stillti sér upp við gat á þilfarinu sem kom frá skoti óvinaskips. 

Spurður af þvi hvers vegna hann gerði þetta svaraði hann: "Líkurnar á því að önnur kúla lendi á sama stað eru einn á móti þúsund og þess vegna er þetta gat öruggasti staðurinn á skipinu til að standa á."  

Ný könnun á vali fólks á talnaröðum fyrir lykilorð á ýmsum hlutum hefur sýnt að röðin 1-2-3-4-5 er algengust. 

Þess vegna er það kannski ekkert ólíklegra að slík tala komi upp í lottódrætti en hver önnur, og ef að margir hafi valið sér svona talnaröð, muni margir fá vinning. 


mbl.is 5, 6, 7, 8, 9 og 10 vekja furðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband